Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2021 11:56 Mynd tekin af svæðinu í morgun. Í forgrunni er eldgosasvæðið við Fagradalsfjall en Keilir sést lengra frá fyrir miðri mynd. Skjálftavirknin er á milli þessara svæða. Vísir/RAX Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira