Hefja tökur í geimnum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 13:29 Yulia Peresild, Anton Shkaplerov og Klim Shipenko eru stödd í Baikonur í Kasakstan. Roscosmos Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira