Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 14:29 Talsverðar jarðhræringar hafa verið við Keili undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31