Rekstrarafkoma Isavia neikvæð um 5,1 milljarð á fyrri hluta árs Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 13:38 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. Isavia Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins var neikvæð um 5,1 milljarð króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 5,3 milljarða króna fyrir sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira