Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 2. október 2021 09:00 Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Borgarstjórn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar