Fótbolti

Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikastúlkum þrettánda bikarmeistaratitilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik fagnar einu af fjórum mörkum sínum í Laugardalnum í kvöld.
Breiðablik fagnar einu af fjórum mörkum sínum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Breiðablik vann í gær sinn þrettánda bikarmeistaratitil þegar að liðið lagði Þrótt 4-0 í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli.

Karítas Tómasdóttir skoraði fyrsta mark Blika á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Tiffany McCarty tvöfaldaði forystu Kópavogsliðsins rúmum tíu mínútum síðar eftir mikinn vandræðagang í vörn Þróttar og staðan var því 2-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

Þegar um 25 mínútur lifðu leiks breytti Hildur Antonsdóttir stöðunni í 3-0 eftir góðan undirbúning Selmu Sólar Magnúsdóttur, áður en Karítas Tómasdóttir gerði endanlega út um leikinn á 83. mínútu með sínu öðru marki, og fjórða marki Blika.

Sjón er sögu ríkari, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Ógeðslega stolt af liðinu“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0.

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×