Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 21:39 Jóhann K. Jóhannsson er slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Myndin er tekin í sumar. Slökkvilið fjallabyggðar Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“ Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46