Hugsað um ójöfnuð og menntun Flosi Eiríksson skrifar 3. október 2021 19:31 Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Sjá meira
Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun