Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 21:31 Elías Rafn hefur slegið í gegn á leiktíðinni. @fcmidtjylland Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn