Barcelona gæti reynt að fá Raheem Sterling í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 10:30 Raheem Sterling og Nathan Ake fagna marki Manchester City. EPA-EFE/Andrew Yates Sterling er ekki lengur fastamaður hjá Pep Guardiola hjá Manchester City og það er áhugi á enska landsliðsmanninum í Katalóníu ef marka má fréttir þaðan. Spænska blaðið Mundo Deportivo, sem er frá Barcelona, slær því upp í morgun að Barcelona hafi áhuga á því að fá Raheem Sterling frá Manchester City þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Barcelona hefur þá aðeins möguleika á því að fá Sterling á láni en leikmaðurinn er með samning við Manchester City út 2022-23 tímabilið. In the papers this morning... Xavi to take over from Koeman Everton with an eye on Donny van de Beek after failed summer move Man Utd tracking Franck Kessie Raheem Sterling a Barcelona targetAnd plenty more!— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021 Barcelona missti auðvitað bæði Lionel Messi og Antoine Griezmann í sumar og þá hafa þeir Sergio Agüero og Ousmane Dembélé verið að glíma við meiðsli. Það hefur ekki verið rismikill sóknarleikur hjá Barcelona liðinu í upphafi tímabils og þeir hafa hvorki skorað né náð skoti á mark í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Raheem Sterling hefur aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum í öllum keppnum með Manchester City á leiktíðinni. Sterling hefur aðeins byrjað 3 af 9 leikjum í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og var tekin af velli í tveimur af þremur byrjunarliðsleikjum sínum. "THERE IS MONEY TO SIGN"Barça has 16 million 'fair-play' euros if they want to strengthen the team in January with objectives like Sterling and Dani Olmo pic.twitter.com/8NEgBJsSWo— FCBarcelonaFl (@FCBarcelonaFl) October 4, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæma fjárhagsstöðu Barcelona en það lítur þó út fyrir það samkvæmt frétt Mundo Deportivo að verði þó einhverjir peningar í boði fyrir nýja leikmenn í janúar. Sterling hefur verið orðaður við Barcelona áður en nú færist aftur kraftur í það fótboltaslúður með þessum fréttum frá Spáni. Það er þó ekki aðeins rætt um mögulega komu hins 26 ára gamla Raheem Sterling heldur einnig gæti spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo verið á leiðinni til Börsunga. Olmo er 23 ára vængmaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Spænska blaðið Mundo Deportivo, sem er frá Barcelona, slær því upp í morgun að Barcelona hafi áhuga á því að fá Raheem Sterling frá Manchester City þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Barcelona hefur þá aðeins möguleika á því að fá Sterling á láni en leikmaðurinn er með samning við Manchester City út 2022-23 tímabilið. In the papers this morning... Xavi to take over from Koeman Everton with an eye on Donny van de Beek after failed summer move Man Utd tracking Franck Kessie Raheem Sterling a Barcelona targetAnd plenty more!— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021 Barcelona missti auðvitað bæði Lionel Messi og Antoine Griezmann í sumar og þá hafa þeir Sergio Agüero og Ousmane Dembélé verið að glíma við meiðsli. Það hefur ekki verið rismikill sóknarleikur hjá Barcelona liðinu í upphafi tímabils og þeir hafa hvorki skorað né náð skoti á mark í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni. Raheem Sterling hefur aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum í öllum keppnum með Manchester City á leiktíðinni. Sterling hefur aðeins byrjað 3 af 9 leikjum í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og var tekin af velli í tveimur af þremur byrjunarliðsleikjum sínum. "THERE IS MONEY TO SIGN"Barça has 16 million 'fair-play' euros if they want to strengthen the team in January with objectives like Sterling and Dani Olmo pic.twitter.com/8NEgBJsSWo— FCBarcelonaFl (@FCBarcelonaFl) October 4, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæma fjárhagsstöðu Barcelona en það lítur þó út fyrir það samkvæmt frétt Mundo Deportivo að verði þó einhverjir peningar í boði fyrir nýja leikmenn í janúar. Sterling hefur verið orðaður við Barcelona áður en nú færist aftur kraftur í það fótboltaslúður með þessum fréttum frá Spáni. Það er þó ekki aðeins rætt um mögulega komu hins 26 ára gamla Raheem Sterling heldur einnig gæti spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo verið á leiðinni til Börsunga. Olmo er 23 ára vængmaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti