Lagerbäck: Hef aldrei upplifað aðra eins framkomu hjá leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 11:02 Lars Lagerbäck á dögum sínum með þjálfari norska landsliðsins. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck tjáir sig um síðustu daga sína sem landsliðsþjálfari Norðmanna í nýrri bók sem var að koma út í Noregi. Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars. EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars.
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira