Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2021 12:00 Ingileif segist vonast til þess að þættirnir verði til þess að útrýma fordómum í garð einstaklinga sem lifa óhefðbundnum lífstíl. Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða „Flestir þættirnir snúast um eitthvað sem að hefur ekki verið fjallað um og mig langaði aðeins að draga það fram í dagsljósið, líka bara til að sýna að þrátt fyrir að við séum öll ólík þá er það bara allt í lagi,“ segir Ingileif um þættina í Íslandi í dag. Þættirnir eru átta talsins en í fyrsta þætti var fjallað um dúfusamfélagið á Íslandi sem telur um 50 manns. Um er að ræða hóp dúfnaáhugamanna sem leggja líf sitt og sál í sportið. „Það var mjög gaman að grafa inn í það allt saman því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona sena hérna á Íslandi,“ segir Ingileif en hún fylgdist meðal annars í fyrsta þættinum með keppni í sportinu. Vilja útrýma fordómum Í næstu þáttum verður fjallað um ýmis efni og samfélög fólks. Má þar til að mynda nefna svokallað kakósamfélag, LARP eða kvikspuna, BDSM, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynni fólks sembýr við rætur Esjunnar. Þá verður einnig fjallað um hóp einstaklinga sem eiga í fleira en einu sambandi eða er í opnum samböndum en að sögn Ingileifar er um að ræða nokkuð stóran hóp. Margir hafi þó eflaust ekki talað um það út á við en í þættinum fær Ingileif meðal annars fólk sem hefur ekki talað um það áður. Að lokum verður síðan fjallað um senu sem kallast furries eða loðboltar, fólk sem hefur mikinn áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Ingileif sagðist ekki hafa talið í upphafi að það samfélag væri virkt hér á landi. Þá hafi það ekki verið skoðað áður í íslensku sjónvarpi. Aðspurð um hvort fólk hafi verið feimið að stíga fram í þáttunum segir Ingileif það hafa verið smá mál en það væri misjafnt eftir efninu að hverju sinni. Hún segir þó loðboltana hafa þurft meira rými heldur en aðrir við gerð þáttanna. „Við ræddum þetta fram og til baka, hvort þau vildu koma fram eða ekki, en ég held að það sem hafi líka bara hjálpað er að útgangspunkturinn er þessi; við erum að sýna þetta á fallegan hátt og varpa ljósi á eitthvað í þeirri von að útrýma fordómum og fyrir fram mótuðum hugmyndum fólks,“ segir Ingileif. Lítur á þættina sem fallega fræðslu Sjálf segist Ingileif ekki vera í stöðu til að dæma aðra og því hafi hún farið inn í verkefnið með opinn huga. „Það er fólk þarna úti sem skilur ekki minn veruleika, ég er samkynhneigð kona, og það er bara fullt af fólki sem finnst það skrýtið, eða finnst skrýtið að ég og konan mín höfum farið út í það ferli að eignast barn saman,“ segir Ingileif. „Þannig ég hugsa í hvaða stöðu er ég til að dæma aðra manneskju fyrir eitthvað sem hún eða hann eða hán gerir.“ Þannig þú ert einmitt ekki að gera grín að neinum heldur bara að upplýsa fólk? „Algjörlega, ég lít frekar á þetta sem fallega fræðslu að einhverju leiti en líka bara til að brjóta aðeins upp þetta norm, brjóta aðeins boxið, og gefa smá skít í það,“ segir Ingileif. „Við erum svolítið að segja bara; það skiptir ekki máli hvað næsti maður gerir svo lengi sem það er ekki að meiða mig eða annað fólk. Fögnum því frekar bara að fólk sé alls konar.“ Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Ísland í dag Afbrigði Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
„Flestir þættirnir snúast um eitthvað sem að hefur ekki verið fjallað um og mig langaði aðeins að draga það fram í dagsljósið, líka bara til að sýna að þrátt fyrir að við séum öll ólík þá er það bara allt í lagi,“ segir Ingileif um þættina í Íslandi í dag. Þættirnir eru átta talsins en í fyrsta þætti var fjallað um dúfusamfélagið á Íslandi sem telur um 50 manns. Um er að ræða hóp dúfnaáhugamanna sem leggja líf sitt og sál í sportið. „Það var mjög gaman að grafa inn í það allt saman því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona sena hérna á Íslandi,“ segir Ingileif en hún fylgdist meðal annars í fyrsta þættinum með keppni í sportinu. Vilja útrýma fordómum Í næstu þáttum verður fjallað um ýmis efni og samfélög fólks. Má þar til að mynda nefna svokallað kakósamfélag, LARP eða kvikspuna, BDSM, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynni fólks sembýr við rætur Esjunnar. Þá verður einnig fjallað um hóp einstaklinga sem eiga í fleira en einu sambandi eða er í opnum samböndum en að sögn Ingileifar er um að ræða nokkuð stóran hóp. Margir hafi þó eflaust ekki talað um það út á við en í þættinum fær Ingileif meðal annars fólk sem hefur ekki talað um það áður. Að lokum verður síðan fjallað um senu sem kallast furries eða loðboltar, fólk sem hefur mikinn áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Ingileif sagðist ekki hafa talið í upphafi að það samfélag væri virkt hér á landi. Þá hafi það ekki verið skoðað áður í íslensku sjónvarpi. Aðspurð um hvort fólk hafi verið feimið að stíga fram í þáttunum segir Ingileif það hafa verið smá mál en það væri misjafnt eftir efninu að hverju sinni. Hún segir þó loðboltana hafa þurft meira rými heldur en aðrir við gerð þáttanna. „Við ræddum þetta fram og til baka, hvort þau vildu koma fram eða ekki, en ég held að það sem hafi líka bara hjálpað er að útgangspunkturinn er þessi; við erum að sýna þetta á fallegan hátt og varpa ljósi á eitthvað í þeirri von að útrýma fordómum og fyrir fram mótuðum hugmyndum fólks,“ segir Ingileif. Lítur á þættina sem fallega fræðslu Sjálf segist Ingileif ekki vera í stöðu til að dæma aðra og því hafi hún farið inn í verkefnið með opinn huga. „Það er fólk þarna úti sem skilur ekki minn veruleika, ég er samkynhneigð kona, og það er bara fullt af fólki sem finnst það skrýtið, eða finnst skrýtið að ég og konan mín höfum farið út í það ferli að eignast barn saman,“ segir Ingileif. „Þannig ég hugsa í hvaða stöðu er ég til að dæma aðra manneskju fyrir eitthvað sem hún eða hann eða hán gerir.“ Þannig þú ert einmitt ekki að gera grín að neinum heldur bara að upplýsa fólk? „Algjörlega, ég lít frekar á þetta sem fallega fræðslu að einhverju leiti en líka bara til að brjóta aðeins upp þetta norm, brjóta aðeins boxið, og gefa smá skít í það,“ segir Ingileif. „Við erum svolítið að segja bara; það skiptir ekki máli hvað næsti maður gerir svo lengi sem það er ekki að meiða mig eða annað fólk. Fögnum því frekar bara að fólk sé alls konar.“ Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Ísland í dag Afbrigði Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32