Ný útgáfa Windows nú aðgengileg notendum að endurgjaldslausu Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 14:19 Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á útliti Windows. Microsoft Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft gaf í gær út nýjustu útgáfuna af Windows-stýrikerfi sínu sem ber heitið Windows 11. Um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppfærslu sem verður aðgengileg flestum notendum Windows 10 að endurgjaldslausu. Að sögn Panos Panay, framkvæmdastjóra Windows-vöruþróunar, er Windows 11 ætlað að vera ferskari og einfaldari útgáfa af stýrikerfinu. Áréttar hann að lítið sé um stórvægilegar stefnubreytingar í nýju útgáfunni og hún eigi að henta nýjum jafnt sem þaulvönum notendum. Væntir Microsoft þess að búið verði að bjóða öllum fullnægjandi Windows 10-tækjum upp á uppfærsluna fyrir mitt næsta ár. Microsoft Teams er nú með dýpri tengingar í stýrikerfið en áður.Microsoft Breytingar á notendaviðmóti stýrikerfisins hafa vakið hvað mesta athygli að þessu sinni, líkt og oft áður. Þar er stærst sú tilbreyting að upphafsverkreinin (e. Start taskbar) hefur verið færð á miðjan skjá en hana hefur jafnan verið að finna á vinstri hlið skjásins allt frá upphafsdögum Windows. Enn er þó hægt að breyta staðsetningunni í stillingum og því auðvelt fyrir vanafasta notendur að færa hana á kunnuglegri stað. Einnig hafa ýmsar minni breytingar verið gerðar á útliti stýrikerfisins: Horn glugga eru orðin ávöl, valmyndir einfaldari og hin ýmsu tákn og merki fengið andlitslyftingu. Einnig hefur Windows Store verið tekið í gegn, smáforrit (e. widgets) eiga endurkomu og boðið er um á aukna samþættingu við samskiptaforrið Microsoft Teams, svo fátt eitt sé nefnt. Widgets snúa aftur í Windows 11 og gerir notendum kleift að fylgjast með veðri og hlutabréfum með auðveldum hætti.Microsoft Panay segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Microsoft hafi lært af fyrri mistökum þar sem stórvægilegar og oft ófrávíkjanlegar breytingar á Windows leiddu til mikillar óánægju notenda um allan heim. Þar er sú ákvörðun að fjarlægja hina víðfrægu upphafsverkrein í Windows 8 framarlega í flokki. Bætir Panay við að fylgst hafi verið vel með því hvernig fólk noti tölvur sínar í þróunarferlinu, hvað það smelli á og að hverju augun beinist að. Var tekið mið af þeim gögnum við hönnun Windows 11 sem framkvæmdastjórinn vonar að fái góðar viðtökur hjá þeim stóra hópi jarðarbúa sem þarf að eiga við stýrikerfið á hverjum degi í leik og starfi. Tækni Microsoft Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Að sögn Panos Panay, framkvæmdastjóra Windows-vöruþróunar, er Windows 11 ætlað að vera ferskari og einfaldari útgáfa af stýrikerfinu. Áréttar hann að lítið sé um stórvægilegar stefnubreytingar í nýju útgáfunni og hún eigi að henta nýjum jafnt sem þaulvönum notendum. Væntir Microsoft þess að búið verði að bjóða öllum fullnægjandi Windows 10-tækjum upp á uppfærsluna fyrir mitt næsta ár. Microsoft Teams er nú með dýpri tengingar í stýrikerfið en áður.Microsoft Breytingar á notendaviðmóti stýrikerfisins hafa vakið hvað mesta athygli að þessu sinni, líkt og oft áður. Þar er stærst sú tilbreyting að upphafsverkreinin (e. Start taskbar) hefur verið færð á miðjan skjá en hana hefur jafnan verið að finna á vinstri hlið skjásins allt frá upphafsdögum Windows. Enn er þó hægt að breyta staðsetningunni í stillingum og því auðvelt fyrir vanafasta notendur að færa hana á kunnuglegri stað. Einnig hafa ýmsar minni breytingar verið gerðar á útliti stýrikerfisins: Horn glugga eru orðin ávöl, valmyndir einfaldari og hin ýmsu tákn og merki fengið andlitslyftingu. Einnig hefur Windows Store verið tekið í gegn, smáforrit (e. widgets) eiga endurkomu og boðið er um á aukna samþættingu við samskiptaforrið Microsoft Teams, svo fátt eitt sé nefnt. Widgets snúa aftur í Windows 11 og gerir notendum kleift að fylgjast með veðri og hlutabréfum með auðveldum hætti.Microsoft Panay segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Microsoft hafi lært af fyrri mistökum þar sem stórvægilegar og oft ófrávíkjanlegar breytingar á Windows leiddu til mikillar óánægju notenda um allan heim. Þar er sú ákvörðun að fjarlægja hina víðfrægu upphafsverkrein í Windows 8 framarlega í flokki. Bætir Panay við að fylgst hafi verið vel með því hvernig fólk noti tölvur sínar í þróunarferlinu, hvað það smelli á og að hverju augun beinist að. Var tekið mið af þeim gögnum við hönnun Windows 11 sem framkvæmdastjórinn vonar að fái góðar viðtökur hjá þeim stóra hópi jarðarbúa sem þarf að eiga við stýrikerfið á hverjum degi í leik og starfi.
Tækni Microsoft Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira