Fótbolti

Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern.
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern. Gualter Fatia - UEFA/UEFA via Getty Images

Benfica tók á móti Bayern München í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hin kandadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Bayern þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli.

Leikurinn fór fram á Benfica Campus í Seixal, en það voru gestirnir í Bayern sem voru líklegri aðilinn.

Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum yfir marklínuna, og því urðu lokatölur 0-0. Chloé og Glódís léku allan leikinn fyrir sín lið, en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þurfti að gera sér bekkjarsetu að góðu fyrir Bayern.

Liðin eru nú bæði með eitt stig eftir fyrstu umferð, en fyrr í dag mættust Lyon og Häcken í sama riðli þar sem Lyon hafði betur 3-0.

Leikirnir í Meistaradeild kvenna í fótbolta eru sýndir beint hjá DAZN og má sjá leikinn sem fram fór áðan hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×