Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:00 Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, segir það ekki vera af ástæðulausu að liðið sé að fara að spila á stærsta sviði Evrópu. Mynd/Skjáskot Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá. „Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
„Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti