Halldór Jóhann: Það verður sárt að horfa á leikinn aftur Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2021 21:49 Halldór Jóhann fannst sínir menn afar andlausir vísir/hulda margrét Selfoss átti aldrei möguleika gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Haukar unnu leikinn með níu mörkum 31-22. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með liðið sitt eftir leik. „Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
„Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira