Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 13:01 Leikmenn Breiðabliks eru fyrirmyndir fyrir stelpur sem gætu tekið við af þeim sem landsliðskonur í framtíðinni. Hér eru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer og fleiri á æfingu í gær. VÍSIR/VILHELM Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni. Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn