Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 10:33 Fólk að vinna við hreinsunarstörf í Kaliforníu. AP/Eugene Garcia Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu. Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu.
Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31