Íslendingarnir í Lecce fara saman í skóla til að læra ítölskuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 15:29 Þórir Jóhann Helgason í leiknum á móti Þjóðverjum á dögunum. Getty/Alex Grimm Lecce er nýjasta Íslendinganýlendan í fótboltanum en þar spila tveir leikmenn íslenska A-landsliðsins, þeir Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason. Þórir Jóhann hitti íslenska blaðamenn á fjarfundi í dag og sagði aðeins frá lífinu á Ítalíu. Hann byrjaði tímabilið með FH en fór til Lecce um mitt sumar. Þórir var síðan kominn í byrjunarliðið á móti Þýskalandi í síðasta landsliðsglugga. „Þetta er allt mjög fljótt að gerast í fótboltanum ef þú stendur þig vel. Ég hafði drauma um að komast út og það rættist,“ sagði Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Hjá mér var þetta mjög fljótt að gerast og þetta gerðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að komast til Ítalíu og byrja atvinnumannaferil minn þar,“ sagði Þórir. „Þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegu þrír mánuðir og við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Það er allt farið að rúlla eins og það á að gera,“ sagði Þórir. Hann segist hafa tekið góða ákvörðun með að fara út. „Þetta var mjög gott skref fram á við og ég mjög sáttur við það,“ sagði Þórir. Hann hefur ekki fengið of mikið að spila en er ekkert að örvænta með það. „Ég er nýkominn inn í þetta og það er erfitt að komast í byrjunarliðið því við erum með sterka miðjumenn. Ég hef fengið að byrja þrjá leiki og var að standa mig þar. Ég er þolinmóður og reyni bara að æfa vel,“ sagði Þórir. Þórir fagnar því að vera með Brynjar Inga Bjarnason með sér úti. „Það er mjög gott að hafa einn Íslending með sér og við erum góðir vinir. Við búum saman í íbúð og það er mjög fínt, sérstaklega upp á tungumálið að gera. Við förum saman í skóla til að læra ítölskuna,“ sagði Þórir sem segir að það sé ekkert vesen á þeim. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Þórir Jóhann hitti íslenska blaðamenn á fjarfundi í dag og sagði aðeins frá lífinu á Ítalíu. Hann byrjaði tímabilið með FH en fór til Lecce um mitt sumar. Þórir var síðan kominn í byrjunarliðið á móti Þýskalandi í síðasta landsliðsglugga. „Þetta er allt mjög fljótt að gerast í fótboltanum ef þú stendur þig vel. Ég hafði drauma um að komast út og það rættist,“ sagði Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Hjá mér var þetta mjög fljótt að gerast og þetta gerðist á fimm dögum. Ég var mjög áhugasamur um að komast til Ítalíu og byrja atvinnumannaferil minn þar,“ sagði Þórir. „Þetta eru búnir að vera mjög skemmtilegu þrír mánuðir og við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð. Það er allt farið að rúlla eins og það á að gera,“ sagði Þórir. Hann segist hafa tekið góða ákvörðun með að fara út. „Þetta var mjög gott skref fram á við og ég mjög sáttur við það,“ sagði Þórir. Hann hefur ekki fengið of mikið að spila en er ekkert að örvænta með það. „Ég er nýkominn inn í þetta og það er erfitt að komast í byrjunarliðið því við erum með sterka miðjumenn. Ég hef fengið að byrja þrjá leiki og var að standa mig þar. Ég er þolinmóður og reyni bara að æfa vel,“ sagði Þórir. Þórir fagnar því að vera með Brynjar Inga Bjarnason með sér úti. „Það er mjög gott að hafa einn Íslending með sér og við erum góðir vinir. Við búum saman í íbúð og það er mjög fínt, sérstaklega upp á tungumálið að gera. Við förum saman í skóla til að læra ítölskuna,“ sagði Þórir sem segir að það sé ekkert vesen á þeim.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira