„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2021 08:01 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú er hann kominn upp í A-landsliðið eftir magnaðar vikur í Danmörku. VÍSIR/BÁRA Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46
Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32
Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31
Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti