Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 11:11 Frá samstöðufundi í Seoul í mars eftir að Byun Hee-soo svipti sig lífi. EPA Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira