Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 30-17 | Aldrei möguleiki í Eskilstuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 18:40 Rut Jónsdóttir lék sinn hundraðsta landsleik í kvöld. vísir/bára Ísland tapaði stórt fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Eskilstuna í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-5, Svíum í vil. Ísland spilaði betur í seinni hálfleik, sérstaklega í sókninni, en verkefnið var þá löngu orðið ómögulegt. Thea Imani Sturludóttir skoraði fjögur mörk fyrir Ísland og þær Hildigunnur Einarsdóttir og Rut Jónsdóttir sitt hvor þrjú mörkin. Ellefu leikmenn Svíþjóðar skoruðu í leiknum en Janina Roberts var þeirra markahæst með sex mörk. Markverðir Svía, Jessica Ryde og Martina Thörn, vörðu samtals fjórtán skot (45 prósent) en íslensku markverðirnir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Saga Sif Gísladóttir, samtals sjö skot (nítján prósent). Eins og tölurnar gefa til kynna sá íslenska liðið aldrei til sólar í leiknum í kvöld. Það sænska byrjaði af krafti, skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og þá voru úrslitin í raun ráðin. Og líklega voru þau það áður en leikurinn hófst. Vitað var að getumunurinn á liðunum væri mikill en hann var enn meiri en maður óttaðist. Eins og svo oft áður gegn sterkum liðum voru Íslendingar í miklum vandræðum í sókninni og ráðaleysið á þeim enda vallarins var algjört í fyrri hálfleik. Ryde varði vel í fyrri hálfleik en aðalvandamál íslenska liðsins voru tapaðir boltar. Þeir voru fjórtán talsins í fyrri hálfleik. Svíar refsuðu grimmilega og skoruðu átta mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var ágæt þegar liðið komst til baka en það gerðist alltof sjaldan. Eftir erfiða byrjun skoraði Ísland tvö mörk í röð og minnkaði muninn í fjögur mörk, 8-4. En þá kom slæmur og langur kafli. Svíar skoruðu sex mörk í röð og náðu tíu marka forskoti, 14-4. Þegar Hildigunnur minnkaði muninn í 14-5 á 29. mínútu var það fyrsta mark Íslands í fjórtán mínútur eða frá því Thea skoraði á 15. mínútu. Besti kafli Íslands í leiknum var í upphafi seinni hálfleiks. Sóknin gekk þá ljómandi vel og 5-1 vörnin með nýliðann Berglindi Þorsteinsdóttur fyrir framan sló Svía aðeins út af laginu. Sænska liðið var þó ekki lengi að ná áttum, skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-9 í 22-9. Og Svíum til hróss héldu þeir alltaf áfram og gáfu ekkert eftir þrátt fyrir yfirburðarstöðu. Mestur varð munurinn fjórtán mörk, 30-16, en Tinna Sól Björgvinsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur því 30-17, Svíþjóð í vil. Róðurinn var gríðarlega þungur hjá íslenska liðinu í leiknum í kvöld. Sóknin var afleit í fyrri hálfleik en skánaði í þeim seinni. Ísland skoraði bara fimm mörk í fyrri hálfleik og tapaði boltanum fjórtán sinnum. Í seinni hálfleik voru mörkin tólf og töpuðu boltarnir sjö talsins. Rúmlega helmingur marka sænska liðsins (fimmtán) komu eftir hraðaupphlaup og íslenska vörnin átti ágæta spretti þegar hægt var að stilla henni upp. En betur má ef duga skal. Á sunnudaginn mætir Ísland Serbíu á Ásvöllum í 2. umferð riðlakeppni undankeppninnar. Verkefnið er ærið þótt serbneska liðið sé ekki jafn sterkt og það serbneska. Íslenska liðið þarf að læra af mistökum leiksins í kvöld og fyrst og síðast að gefa sér möguleika með því byrja leikinn af krafti en ekki á hælunum eins og gegn Svíþjóð. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022
Ísland tapaði stórt fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Eskilstuna í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-5, Svíum í vil. Ísland spilaði betur í seinni hálfleik, sérstaklega í sókninni, en verkefnið var þá löngu orðið ómögulegt. Thea Imani Sturludóttir skoraði fjögur mörk fyrir Ísland og þær Hildigunnur Einarsdóttir og Rut Jónsdóttir sitt hvor þrjú mörkin. Ellefu leikmenn Svíþjóðar skoruðu í leiknum en Janina Roberts var þeirra markahæst með sex mörk. Markverðir Svía, Jessica Ryde og Martina Thörn, vörðu samtals fjórtán skot (45 prósent) en íslensku markverðirnir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Saga Sif Gísladóttir, samtals sjö skot (nítján prósent). Eins og tölurnar gefa til kynna sá íslenska liðið aldrei til sólar í leiknum í kvöld. Það sænska byrjaði af krafti, skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins og þá voru úrslitin í raun ráðin. Og líklega voru þau það áður en leikurinn hófst. Vitað var að getumunurinn á liðunum væri mikill en hann var enn meiri en maður óttaðist. Eins og svo oft áður gegn sterkum liðum voru Íslendingar í miklum vandræðum í sókninni og ráðaleysið á þeim enda vallarins var algjört í fyrri hálfleik. Ryde varði vel í fyrri hálfleik en aðalvandamál íslenska liðsins voru tapaðir boltar. Þeir voru fjórtán talsins í fyrri hálfleik. Svíar refsuðu grimmilega og skoruðu átta mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var ágæt þegar liðið komst til baka en það gerðist alltof sjaldan. Eftir erfiða byrjun skoraði Ísland tvö mörk í röð og minnkaði muninn í fjögur mörk, 8-4. En þá kom slæmur og langur kafli. Svíar skoruðu sex mörk í röð og náðu tíu marka forskoti, 14-4. Þegar Hildigunnur minnkaði muninn í 14-5 á 29. mínútu var það fyrsta mark Íslands í fjórtán mínútur eða frá því Thea skoraði á 15. mínútu. Besti kafli Íslands í leiknum var í upphafi seinni hálfleiks. Sóknin gekk þá ljómandi vel og 5-1 vörnin með nýliðann Berglindi Þorsteinsdóttur fyrir framan sló Svía aðeins út af laginu. Sænska liðið var þó ekki lengi að ná áttum, skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-9 í 22-9. Og Svíum til hróss héldu þeir alltaf áfram og gáfu ekkert eftir þrátt fyrir yfirburðarstöðu. Mestur varð munurinn fjórtán mörk, 30-16, en Tinna Sól Björgvinsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og lokatölur því 30-17, Svíþjóð í vil. Róðurinn var gríðarlega þungur hjá íslenska liðinu í leiknum í kvöld. Sóknin var afleit í fyrri hálfleik en skánaði í þeim seinni. Ísland skoraði bara fimm mörk í fyrri hálfleik og tapaði boltanum fjórtán sinnum. Í seinni hálfleik voru mörkin tólf og töpuðu boltarnir sjö talsins. Rúmlega helmingur marka sænska liðsins (fimmtán) komu eftir hraðaupphlaup og íslenska vörnin átti ágæta spretti þegar hægt var að stilla henni upp. En betur má ef duga skal. Á sunnudaginn mætir Ísland Serbíu á Ásvöllum í 2. umferð riðlakeppni undankeppninnar. Verkefnið er ærið þótt serbneska liðið sé ekki jafn sterkt og það serbneska. Íslenska liðið þarf að læra af mistökum leiksins í kvöld og fyrst og síðast að gefa sér möguleika með því byrja leikinn af krafti en ekki á hælunum eins og gegn Svíþjóð.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti