Fótbolti

Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni.
Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Þungavigtin

Jóhannesi Karli Guðjónssyni tókst að bjarga Skagamönnum frá falli úr Pepsi Max deild karla og koma liðinu í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn í átján ár. Það er stutt í bikarúrslitaleikinn en Þungavigtin segir að þjálfari ÍA sé ekki á landinu þótt að það sé stutt í leikinn.

Hlaðvarpsþátturinn Þungavigtin ræddi frí þjálfara Skagamanna sem er ekki á Íslandi þessa dagana.

„Ég er með gárunga út um allan heim eins og þið vitið. Mínir menn sáu þjálfara Skagamanna sóla sig á Tenerife í gær. Það er verið að hlaða batteríin fyrir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Mikael Nikulásson í Þungavigtinni.

„Er Jóhannes Karl í fríi á Tenerife,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason.

„Hann er þar og annar af starfsmönnum knattspyrnudeildar ÍA er líka í fríi. Það greinilega nóg til eftir að Ísak var seldur. Þeir ætla að vera klárir í bikarleikinn. Jói mætir heltanaður á hliðarlínuna á Laugardalsvelli eftir níu daga,“ sagði Mikael.

„Er ekki pása núna, er ekki landsleikjahlé og er eitthvað að þessu,“ spurði Rikki G. á móti.

„Ég get lofað þér því að Víkingar eru að æfa og Skagamenn eru að æfa líka en bara undir aðstoðarþjálfara og með fjóra menn í 21 árs liðs verkefni. Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað frestað ferðinni,“ sagði Mikael.

„Auðvitað er það hægt. Hann var ekki að fara til tunglsins sem hann pantaði fyrir sjö árum. Hann var bara að fara tl Tenerife. Það er Evrópa undir,“ sagði Mikael. ÍA mætir Víkingi í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum 16. október næstkomandi eða eftir níu daga.

Hér fyrir neðan má sjá spjallið um þjálfara Skagamanna.

Klippa: Þungavigtin: Þjálfari Skagamanna í fríi á Tenerife tíu dögum fyrir bikarúrslitaleik

Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.


Tengdar fréttir

Þunga­vigtin: „Vanda frétti af valinu og fjandinn var laus“

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar fara þeir Kristján Óli Sigurðsson, Mikael Nikulásson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir málefni Knattspyrnusambands Íslands. Fullyrt er að KSÍ hafi ráðið almannatengla til að fara yfir hvað landsliðsþjálfarinn ætti að segja á blaðamannafundi og að nýr formaður KSÍ hafi haft áhrif á landsliðsvalið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×