Handbolti

Stefán og Ásgeir Örn hituðu upp fyrir umferð vikunnar í Olís deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni á móti Haukum á Ásvöllum í fyrravetur.
Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni á móti Haukum á Ásvöllum í fyrravetur. Vísir/Elín Björg

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir komandi þriðju umferð í Olís deild karla í handbolta í sérstökum aukaþætti af Seinni bylgjunni sem finna má hér inn á Vísi.

Handboltaáhugafólk gleðst yfir því að Olís deild karla kemst nú aftur á fulla ferð.

Það hefur verið hlé hjá flestum liðum deildarinnar frá því að annarri umferðinni lauk fyrir tæpum tveimur vikum en nú spila aftur öll liðin eina umferð um sömu helgi. Nokkrir leikir síðustu daga hafa verið frestaðir leikir vegna þáttöku liða í Evrópukeppnum.

Þriðja umferðin hefst með leik HK og FH í Kórnum í kvöld en svo verður einn leikur á laugardaginn, tveir á sunnudaginn og loks tveir á mánudagskvöldið.

Seinni bylgjan mun hita upp fyrir umferðirnar hér á Vísi og þar eru menn klárir í vonandi skemmtilega og spennandi umferð.

Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið. Stjörnumenn eru með fullt hús en hafa aðeins spilað einn leik. Topplið Hauka hefur ekki tapað leik en gerðu jafntefli á móti Aftureldingu í eina útileik sínum til þessa. Nú eru þeir á heimavelli þar sem þeir hafa unnið báða leiki sína í deildinni. 

Stefán Árni og Ásgeir Örn ræða leikinn á Ásvöllum og fara yfir alla þriðju umferðina hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir 3. umferð Olís deildar karla
  • Leikir þriðju umferðar Olís deildar karla í handbolta:
  • Fimmtudagurinn 7. október
  • 19.30 HK - FH
  • Laugardagurinn 9. október
  • 14.00 Víkingur - Valur
  • Sunnudagurinn 10. október
  • 16.00 ÍBV - KA
  • 19.30 Selfoss - Afturelding
  • Mánudagurinn 11. október
  • 18.00 Grótta - Fram
  • 19.40 Haukar - Stjarnan
  • -
  • Seinni bylgjan er síðan á dagskrá eftir stórleikinn á mánudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×