Kristall Máni kom heim til að fá að spila framar á vellinum: „Ég á heima fremstur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 11:30 Kristall Máni Ingason skoraði þrennu á móti Vestra í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins og sýndi það á táknrænan hátt í fagni sínu. Vísir/Bára Dröfn Kristall Máni Ingason var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deild karla í sumar og hélt upp á það með því að skora þrennu í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira