Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 10:53 Símtalið barst þegar hjónin voru komin út á Keflavíkurflugvöll á leið heim til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira