Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 11:30 Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki miklar áhyggjur af því að nýir eigendur liðsins láti myrða andófsfólks og fangelsa fólk sem berst fyrir mannréttindum í konungsríkinu. Vísir/EPA Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021 Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021
Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira