Að eiga öruggan samastað Drífa Snædal skrifar 8. október 2021 13:31 Fyrr á árum vann ég hjá Kvennaathvarfinu og eftir þá reynslu er ég sannfærð um að ekkert er verra en að njóta ekki heimilisöryggis. Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt. Þetta grundvallarsjónarmið rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti nýtt fjölbýlishús sem Samtök um kvennaathvarf hafa látið reisa til þess að auðvelda konum og börnum leiðina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarfinu sjálfu. Bygging þessa húss er nauðsynleg, en líka afleiðing af grimmum húsnæðismarkaði þar sem tekjulítið fólk hefur fá tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er húsnæðismarkaður sem þjónar frekar spákaupmönnum en þeirri grundvallarþörf fólks að eiga sér heimili. Réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á þessum markaði er metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Samkvæmt öllum helstu spám má vænta töluverðra hækkana á þessum óhefta markaði, ef ekkert verður að gert. Það er skýr krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnvöld breyti viðhorfum sínum og húsnæðismálin verði eitt af stóru málunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rétturinn til öryggis verður að vera í forgrunni og stórfelld uppbygging húsnæðis án hagnaðarsjónarmiða verður að eiga sér stað. Það er nauðsynlegt að koma húsnæðiseigendum í skjól fyrir verðbólgu og vaxtabreytingum þannig að fólk hafi möguleika á að skipuleggja framtíðina. Réttindi leigjenda verður að tryggja með nýjum lögum og binda verður endi á búsetu í atvinnuhúsnæði. Í vikunni var kastljósinu einnig beint að ólöglegri uppsögn trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli. Það mál verður rekið fyrir dómstólum enda lýtur það að kjarna verkalýðshreyfingarinnar; að fólk geti beitt sér í réttindabaráttu fyrir sig og félaga sína án þess að hefnast fyrir það með atvinnumissi. Skömm yfirmanna hjá Icelandair er mikil að hafa ekki einungis rekið trúnaðarmann, heldur líka einu konuna sem vann þessi störf á flugvellinum. Þá stingur í augu að Samtök atvinnulífsins virðast leggja blessun sína yfir framferðið, þrátt fyrir skýra lagavernd trúnaðarmanna gagnvart órökstuddum uppsögnum. Svona grundvallarbrot einstakra atvinnurekenda gegn réttindum starfsfólks munu lita samskipti á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrr á árum vann ég hjá Kvennaathvarfinu og eftir þá reynslu er ég sannfærð um að ekkert er verra en að njóta ekki heimilisöryggis. Heimilið á að vera griðastaður og þarf að vera öruggt. Þetta grundvallarsjónarmið rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti nýtt fjölbýlishús sem Samtök um kvennaathvarf hafa látið reisa til þess að auðvelda konum og börnum leiðina aftur út í lífið eftir dvöl í athvarfinu sjálfu. Bygging þessa húss er nauðsynleg, en líka afleiðing af grimmum húsnæðismarkaði þar sem tekjulítið fólk hefur fá tækifæri til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er húsnæðismarkaður sem þjónar frekar spákaupmönnum en þeirri grundvallarþörf fólks að eiga sér heimili. Réttur fjármagnseigenda og verktaka að búa til peninga á þessum markaði er metinn framar rétti fólks til að lifa við öryggi. Samkvæmt öllum helstu spám má vænta töluverðra hækkana á þessum óhefta markaði, ef ekkert verður að gert. Það er skýr krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnvöld breyti viðhorfum sínum og húsnæðismálin verði eitt af stóru málunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rétturinn til öryggis verður að vera í forgrunni og stórfelld uppbygging húsnæðis án hagnaðarsjónarmiða verður að eiga sér stað. Það er nauðsynlegt að koma húsnæðiseigendum í skjól fyrir verðbólgu og vaxtabreytingum þannig að fólk hafi möguleika á að skipuleggja framtíðina. Réttindi leigjenda verður að tryggja með nýjum lögum og binda verður endi á búsetu í atvinnuhúsnæði. Í vikunni var kastljósinu einnig beint að ólöglegri uppsögn trúnaðarmanns hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli. Það mál verður rekið fyrir dómstólum enda lýtur það að kjarna verkalýðshreyfingarinnar; að fólk geti beitt sér í réttindabaráttu fyrir sig og félaga sína án þess að hefnast fyrir það með atvinnumissi. Skömm yfirmanna hjá Icelandair er mikil að hafa ekki einungis rekið trúnaðarmann, heldur líka einu konuna sem vann þessi störf á flugvellinum. Þá stingur í augu að Samtök atvinnulífsins virðast leggja blessun sína yfir framferðið, þrátt fyrir skýra lagavernd trúnaðarmanna gagnvart órökstuddum uppsögnum. Svona grundvallarbrot einstakra atvinnurekenda gegn réttindum starfsfólks munu lita samskipti á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar