Lífið

Katrín hitti McManaman

Þorgils Jónsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og stuðningsmaður Liverpool, hitti Steve McManaman í Reykjavík í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og stuðningsmaður Liverpool, hitti Steve McManaman í Reykjavík í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er yfirlýstur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Liverpool. Hún birti í kvöld mynd af sér á Instagram með goðsögninni Steve McManaman sem staddur er hér á landi.

Katrín er annáluð fyrir stuðning sinn við stórveldið, og mætti með Liverpooltrefil þar sem McManaman var í boði Liverpoolklúbbsins á Íslandi að hitta aðdáendur og gefa eiginhandaráritanir í dag. 

McManaman gerði garðinn frægan með Liverpool á tíunda áratugnum, en fór síðar til Real Madrid áður en hann lauk glæstum ferli hjá Manchester City árið 2005.

Í myndatexta lýsti Katrín yfir mikilli ánægju með fundinn.


Tengdar fréttir

Sól­veig Anna gagn­rýnir Liver­pool-mynd Katrínar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir bruna.

Forsætisráðherra fagnar því að bikarinn sé kominn heim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er eldheitur stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool sem fyrr í kvöld varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins með sigri á Tottenham á Metropolitano-vellinum í Madríd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×