Íslenski boltinn

Þunga­vigtin: HK neitaði til­boði frá KR upp á fjórar og hálfa milljón í Val­geir

Þungavigtin skrifar
Kristján Óli Sigurðsson, Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson eru stjórnendur Þungavigtarinnar.
Kristján Óli Sigurðsson, Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson eru stjórnendur Þungavigtarinnar. Þungavigtin

„KR-ingar eru með opið heftið núna og buðu fjórar og hálfa í Valgeir Valgeirsson,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max deild karla í sumar.

Hlaðvarpsþátturinn Þungavigtin ræddi möguleik leikmannakaup KR í nýjasta þætti sínum.

„Kristófer Þór Pálsson, gjaldkerinn í Kórnum, sagði takk en nei takk. Fjórar og hálf er ekki neitt fyrir okkur í Kórnum. Þeir þurfa að bjóða betur, það eru mörg lið sem fara á eftir honum, ég trúi bara ekki öðru,“ bætti Kristján Óli við.

Valgeir er leikmaður HK í dag.Vísir/Vilhelm

„Var ekki fordæmið sett í sumar þegar Valsmenn voru farnir að rífa upp 10 og 11 milljónir fyrir leikmenn í svipuðum gæðaflokki?“ spurði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 443.is, í kjölfarið.

„Valgeir er aldrei að fara á fjórar og hálfa. Ég segi átta og góð prósenta af sölunni út þegar og ef það gerist,“ sagði Kristján Óli að endingu.

Klippa: Þungavigtin: KR vill Valgeir

Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×