Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 20:00 Frá vettvangi sprengjuárásar á mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistan. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, þar sem 46 manns týndu lífi og fjöldi fólks særðist. AP/Abdullah Sahil Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira