Arnar Þór: Traust og virðing virkar í báðar áttir Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2021 21:50 Arnar Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í mál Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar eftir leikinn gegn Lichtenstein í kvöld. Hann sagði að traust og virðing virkaði í báðar áttir, það væri ekki bara bara hægt að gefa í aðra áttina. Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson yfirgaf landsliðshópinn eftir leikinn gegn Armeníu þar sem hann var í byrjunarliðinu og hélt aftur til félagsliðs síns Schalke. Arnar Þór Viðarsson sagði í viðtali í gær að hann hefði viljað halda Guðlaugi Victori en að valið hefði verið hans. „Ég virði ákvörðun Gulla. Félagið hans er sá aðili sem borgar launin og ég skil knattspyrnuheiminn mjög vel. Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála. Það eina sem gerist þegar menn eru ekki á svæðinu er að þá kemur möguleiki fyrir aðra að stíga inn og gera vel,“ sagði Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors. Hann sagði það draum margra að spila fyrir landsliðið. „Ef við horfum til dæmis á Stefán Teit Þórðarson, það sem Þórir Jóhann er að gera og svo framvegis. Það eru margir drengir og stúlkur sem eiga þann draum að spila fyrir landsliðið. Þetta verður rætt, ég skil ákvörðun Gulla en ég er ekki sammála henni. Traustið er ekki farið út um gluggann“ Ekki beint gegn þjálfurum eða liðinu Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu í september.Vísir/Hulda Margrét Þá var Arnar Þór einnig spurður út í Jóhann Berg Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér í þetta landsliðsverkefni vegna meiðsla. Jóhann Berg viðurkenndi þó í viðtali að það hefði haft áhrif á ákvörðun hans að hann væri ekki fyllilega sáttur með vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands undanfarið. „Ég mun ræða við alla leikmenn. Ég hef það fyrir vinnureglu að taka enga ákvörðun út frá tilfinningum,“ sagði Arnar Þór þegar hann var spurður hvort fjarvera Jóhanns Bergs og Guðlaugs Victors myndi hafa áhrif á val á landsliðshópi fyrir næsta verkefni. „Eins og ég skildi þetta frá Jóa þá var þessu alls ekki beint í átt að liðinu, starfsfólki, þjálfurum eða hópnum. Ég tók því þannig en við þurfum að spyrja hann að því. Að sjálfsögðu er það mikilvægt til að gefa fullt traust að traustið og virðingin sé í báðar áttir, það er ekki bara hægt að gefa. Maður þarf að finna að menn séu með af fullum krafti.“ Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðshanskana á hilluna eftir síðasta landsliðsverkefni. Arnar Þór sagðist ekki vita um neina leikmenn sem væru að íhuga það að hætta með landsliðinu. „Ég veit ekki um neina. Þetta snýst um að menn séu „all in“ í landsliðinu. Menn sem eru það og með alla þessa reynslu eru svo sannarlega velkomnir. Við þurfum á þessum leikmönnum að halda svo liðið geti tekið þessi skref sem það þarf sem fyrst.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. 4. október 2021 11:00