Til hamingju Ísland! Sigríður Hrund Pétursdóttir og Unnur Elva Arnardóttir skrifa 14. október 2021 08:00 Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar