Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2021 12:18 Frá fundi dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku í morgun. Frá vinstri sitja meðal annarra Sigurður Hanesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Friðrik krónprins Dana, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Arnar Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki. Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki.
Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira