Skortur sagður koma niður á framleiðslu iPhone 13 Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2021 13:28 Til stóð að framleiða 90 milljónir síma á árinu en útlit er fyrir að þeir verði 80 milljónir. Getty/Aaron P Apple mun líklega draga úr fjölda iPhone 13 sem til stendur að framleiða vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum. Skorturinn er að koma niður á helstu tekjulind tæknirisans. Samkvæmt frétt Bloomberg var búist við því að fyrirtækið myndi framleiða um 90 milljónir síma á þessu ári. Ólíklegt þykir að það muni takast vegna skortsins og verða símarnir líklega ekki fleiri en 80 milljónir, samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg. Guardian segir forsvarsmenn Apple ekki hafa viljað tjá sig um frétt Bloomberg. Skorturinn á hálfleiðurum sem notaðir eru í alls konar raftæki hefur komið niður á framleiðendum víða um heim en hvað verst á bílaframleiðendum. Búist er við því að framboð muni ekki anna eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2023. Þessi skortur hefur meðal annars komið niður á framleiðslu Sony á Playstation 5 leikjatölvum. Sjá einnig: Búast ekki við að anna eftirspurn út 2022 Apple hefur áður sagt að skorturinn hafi komið niður á framleiðslu fyrirtækisins á tölvum og spjaldtölvum. Ofan á flöguskortinn hefur mikil hækkun orkuskortur og hækkun orkuverðs í Kína og víðar í Asíu leitt til þess að verksmiðjum hefur verið lokað og skortur er að myndast á öðrum vörum. Ofan á það eiga flutningafyrirtæki við manneklu að stríða. Hvíta húsið varaði nýverið við því að Bandaríkjamenn megi búast við hærri verðum og tómum hillum um jólin. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi, samkvæmt Guardian. Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvæmt frétt Bloomberg var búist við því að fyrirtækið myndi framleiða um 90 milljónir síma á þessu ári. Ólíklegt þykir að það muni takast vegna skortsins og verða símarnir líklega ekki fleiri en 80 milljónir, samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg. Guardian segir forsvarsmenn Apple ekki hafa viljað tjá sig um frétt Bloomberg. Skorturinn á hálfleiðurum sem notaðir eru í alls konar raftæki hefur komið niður á framleiðendum víða um heim en hvað verst á bílaframleiðendum. Búist er við því að framboð muni ekki anna eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2023. Þessi skortur hefur meðal annars komið niður á framleiðslu Sony á Playstation 5 leikjatölvum. Sjá einnig: Búast ekki við að anna eftirspurn út 2022 Apple hefur áður sagt að skorturinn hafi komið niður á framleiðslu fyrirtækisins á tölvum og spjaldtölvum. Ofan á flöguskortinn hefur mikil hækkun orkuskortur og hækkun orkuverðs í Kína og víðar í Asíu leitt til þess að verksmiðjum hefur verið lokað og skortur er að myndast á öðrum vörum. Ofan á það eiga flutningafyrirtæki við manneklu að stríða. Hvíta húsið varaði nýverið við því að Bandaríkjamenn megi búast við hærri verðum og tómum hillum um jólin. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi, samkvæmt Guardian.
Apple Tækni Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira