Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 10:01 Íslensku leikmennirnir þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Liechtenstein, 4-0. vísir/vilhelm Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. Fyrir það fyrsta þá tapaði Ísland ekki í þessari landsleikjahrinu og vann meira að segja sinn fyrsta heimaleik í um ár. Sigurinn á Liechtenstein, 4-0, var góður og öruggur þótt taka verði með í reikninginn að andstæðingurinn hefði sennilega átt í erfiðleikum með að halda sér í Lengjudeildinni. Aldrei má þó gleymast að Ísland tapaði gegn Liechtenstein 3-0 árið 2007 í leik sem að margra mati markar lágpunkt í íslenskri fótboltasögu. Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór og Eiður Smári spiluðu einmitt þann leik og það var síðasti landsleikur þess fyrrnefnda. Eftir jarðarfararstemmninguna á leiknum gegn Armeníu var andrúmsloftið á Laugardalsvellinum á leiknum gegn Liechtenstein öllu jákvæðara. Gripið var til ýmissa aðferða til að fá fólk á völlinn og það virkaði. Alls mættu 4.461 manns á leikinn gegn Liechtenstein. Það er ekki mikið en mikil framför frá því þegar um 1.700 manns fylgdust með Íslendingum gera 1-1 jafntefli við Armena á föstudaginn. Markið úr smiðju Guðjohnsen-bræðranna undir lok leiksins gegn Liechtenstein sendi svo áhorfendur á Laugardalsvelli út í haustkuldann með bros á vör. Guðjohnsen-fjölskyldan hefur skilað mörkum fyrir íslenska landsliðið í um fjörutíu ár og miðað við byrjunina hjá Andra Lucasi með landsliðinu verður vonandi engin breyting þar á næsta rúma áratuginn eða svo. Enginn Aron Einar Síðasta dag september-mánaðar kynnti Arnar Þór Viðarsson landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Ljóst var að Gylfi Þór Sigurðsson, sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í sumar vegna kynferðisbrots gegn einstaklingi undir lögaldri, yrði ekki með sem og Kolbeinn Sigþórsson. Framherjinn þurfti að gangast undir aðgerð en sem frægt er tók fyrrverandi stjórn KSÍ hann út úr landsliðshópnum í síðasta mánuði vegna ásakana um kynferðisbrot. Þá voru Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon á meiðslalistanum. Mesta athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins síðan 2012, var ekki í hópnum sem Arnar Þór valdi fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein. Arnar Þór sagði utanaðkomandi aðstæður ástæðu þess að Aron Einar væri ekki valinn. Sjálfur sagði Aron Einar að stjórn KSÍ hafi beitt sér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn og sagðist vera saklaust fórnarlamb útilokunarmenningar innan sambandsins. Sendi hann frá sér yfirlýsingu þess efnis til fjölmiðla. Aron Einar sagði að hann hafi verið settur til hliðar af stjórn KSÍ vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ eins og hann orðaði það í yfirlýsingu sinni. Hann vísaði þar til frásagnar konu af atburði eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn 2010. Þar greindi hún frá því að tveir menn hefðu nauðgað sér en samkvæmt heimildum fréttastofu er Aron Einar annar þeirra sem hún sakar um brotin. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að lögregla hefði aldrei haft samband við sig vegna málsins en hann óskaði eftir því að gefa skýrslu um kvöldið í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Sama dag og Aron Einar sendi frá sér yfirlýsinguna var greint frá því að lögreglurannsókn á meintu kynferðisbroti væri hafin. Ákvörðunin um að Aron Einar yrði ekki í landsliðshópnum var tekin áður en KSÍ fékk veður af rannsókninni. Arnar Þór sagði að Vanda Sigurgeirsdóttir, sem var kosin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins 2. október, hafi ekki skipt sér af landsliðsvalinu og hún tók í sama streng. Vanda hefur einnig ítrekað að leikmenn sem sæti lögreglurannsókn komi ekki til greina í landsliðið á meðan. Hnýtti í KSÍ Tveir leikmenn helltust svo úr lestinni helgina áður en landsliðshópurinn kom saman. Jón Guðni Fjóluson sleit krossband í hné í leik Hammarby og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var fyrirliði í landsleikjunum í september, dró sig út úr hópnum. Hann sagði nárameiðsli vera aðalástæðuna en í samtali við 433.is hnýtti hann í KSÍ og kvaðst ósáttur við vinnubrögð sambandsins. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undanfarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is. Á fyrsta blaðamannafundinum eftir að landsliðið kom saman sagðist Arnar Þór ekki hafa rætt við Jóhann um ummæli hans um vinnubrögð KSÍ en það yrði gert með tíð og tíma. Eina ákvörðunin sem var hægt að taka Á sama fundi ítrekaði hann að ákvörðunin að velja Aron Einar ekki í hópinn hefði verið hans. Hann sagði jafnframt að það hefði verið eini kosturinn í stöðunni og það þyrfti ekki hámenntaða starfsmenn geimferðarstofnunar Bandaríkjanna til að átta sig á því. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Mikilvægi úrslita og bónorð Önnur ummæli Arnars Þórs á fundinum 5. október sem vöktu athygli voru þegar hann sagðist aldrei gera kröfu um sigur, jafnvel þótt það væri alltaf stefnan. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Arnar Þór talaði um að úrslit leikja skiptu ekki öllu máli. Þessi skilaboð þjálfarans lögðust misvel í landann enda nokkuð stílbrot frá því hvernig síðustu landsliðsþjálfarar töluðu. En þeir voru vissulega í allt öðruvísi stöðu en Arnar Þór. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á landsliðinu á skömmu tíma af hinum ýmsu ástæðum. Eitt elsta og reyndasta landslið heims er allt í einu orðið ungt og óreynt. Og Arnar Þór sagði að það tæki tíma að koma Íslandi aftur á þann stað sem liðið var áður á. Hversu langan vissi hann ekki. „Fólk má ekki misskilja mig þegar ég segi að úrslitin séu ekki mikilvæg. Til að komast aftur á þann stað að fara í lokakeppni EM, og fara mjög langt, þá byrjuðum við inn á með sama byrjunarliðið í öllum leikjum. Það er langt ferli fram að því. Úrslitin eru mikilvæg en það er mikilvægt núna að mynda tengingar á milli leikmanna. Það biðja ekki allir konunnar sinnar eftir þrjá mánuði. Sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður,“ sagði Arnar Þór. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, hafa þó reynt að halda í jákvæðnina og talað um að þeir séu í skemmtilegri stöðu, að vinna með góðum, ungum og viljugum leikmönnum. „Ég get alltaf stillt upp mínu sterkasta liði. Ég treysti þeim leikmönnum sem hér eru fullkomlega. Þó að verkefnið sé krefjandi þá er það mjög skemmtilegt. Það er ekkert í boði að vera eitthvað að kvarta og kveina. Við erum með frábæra, unga leikmenn í hópnum. Marga reynda leikmenn líka. Þetta eru bara tækifæri. Ég trúi því að við verðum farnir að taka stig mjög fljótlega,“ sagði Arnar Þór fyrir leikinn gegn Armeníu. Í aðdraganda leiksins gegn Armeníu bárust fregnir af dræmri miðasölu. Og niðurstaðan var eiginlega verri en óttast var. Aðeins um 1.700 manns mættu á Laugardalsvöllinn sem var skelfilega tómlegur. Yngsti markaskorari sögunnar Leikurinn gegn Armeníu var ekki rismikill. Armenar komust yfir á 35. mínútu þegar Kamo Hovhannisyan kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, sem lék sinn fyrsta landsleik. Ísak Bergmann Jóhannesson, sem kom inn á í hálfleik, jafnaði á 77. mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki og lokatölur 1-1. Ísak varð þar með yngsti markaskorari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, aðeins átján ára, sex mánaða og fimmtán daga gamall. Ísak gat þó ekki fylgt þessum góða leik sínum eftir því hann fékk gult spjald undir lokin gegn Armeníu og var því í banni gegn Liechtenstein. Sömu sögu var að segja af Birki Má Sævarssyni og Ara Frey Skúlason. Með þessum gömlu höfðingjum fóru litlir 184 landsleikir úr íslenska hópnum. Ákvörðun Guðlaugs Victors bætti ekki stöðuna Enn átti eftir að kvarnast úr landsliðinu því Guðlaugur Victor Pálsson dró sig út úr hópnum og fór aftur til síns félagsliðs, Schalke í Þýskalandi. Á blaðamannafundi á sunnudeginum var augljóst að nokkuð buguðum Arnari Þór var ekki skemmt yfir þessari ákvörðun Guðlaugs Victors. Í samtali við Guðjón Guðmundsson ræddi Arnar Þór nánar um ákvörðun Guðlaugs Victors. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar Þór. Það var þó bót í máli að Andrarnir, Lucas Guðjohnsen og Fannar Baldursson, komu aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af Armeníuleiknum. Þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik gegn Liechtenstein. Ef Ísland hefði ekki unnið leikinn hefði það verið í fyrsta sinn frá því í undankeppni EM 1980 sem íslenska liðið hefði farið sigurlaust í gegnum undankeppni. Það var þó lítil hætta á því enda andstæðingurinn afleitur. Betri stemmning og bræðramark Til að bregðast við stemmningsleysinu á leiknum gegn Armeníu ákvað KSÍ að bjóða sextán ára og yngri á leikinn gegn Liechtenstein. Þá biðlaði Vanda til fólks að mæta á leikinn og sýna ungu landsliði stuðning í verki. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliðinu í sínum keppnisleik með landsliðinu og hann kom Íslandi á bragðið á 19. mínútu. Albert Guðmundsson tvöfaldaði forskotið með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Liechtenstein missti mann af velli á 63. mínútu og eftir það var erfiður róður þeirra ómögulegur. Albert skoraði úr öðru víti á 79. mínútu og mínútu fyrir leikslok kom svo fjórða markið úr smiðju Guðjohnsen-bræðranna. „Ég fagnaði þessu eins og ég hefði skorað sjálfur,“ sagði Sveinn Aron um stoðsendinguna á litla bróður sinn þegar þeir mættu í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn. „Ég gleymdi mér smá en svo þurfti ég auðvitað að fara og fagna með stóra bróður. Geggjuð stoðsending og fimmtíu prósent markið hans,“ sagði Andri Lucas hlæjandi. Arnar Þór kvaðst ánægður með sigurinn, frammistöðuna og stemmninguna á Laugardalsvellinum. „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór. „Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Hvað næst? Í næsta mánuði mætir Ísland liðum Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. Ótrúlegt en sagt á íslenska liðið enn möguleika á að komast á HM en hann er mjög, mjög, mjög fjarlægur. Glasið er frekar hálffullt en hálftómt eftir síðustu tvo leiki þótt andstæðingarnir hafi verið slakir. Með góðum úrslitum og frammistöðu í næstu tveimur leikjum væri því hægt að enda eitt viðburðarríkasta ár í sögu karlalandsliðsins á jákvæðum nótum. En hverjir verða í þessum síðasta landsliðshóp ársins? Verður Jóhann Berg með? Á Guðlaugur Victor afturkvæmt í landsliðið eða vill hann það? Og fá fleiri ungir og efnilegir leikmenn tækifæri? Þá eru öll kurl í málum tengdum meint ofbeldis- og kynferðisbrot leikmanna landsliðsins ekki komin til grafar. Í tölvupósti sem KSÍ barst frá aðgerðahópnum Öfgum var greint frá brotum sex leikmanna karlalandsliðsins. Að því er fram kemur í umfjöllun mbl.is eru Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn meðal þeirra sem koma fyrir í tölvupóstinum. Hinir hafa ekki verið nafngreindir. Ljóst er að íslenska landsliðsins bíður erfitt verkefni að komast aftur á þann stall sem það var á og ímynd þess hefur sennilega aldrei verið jafn slæm. En öllum krísum fylgja víst tækifæri og það er vonandi að þessi verði nýtt til að laga hlutina, bæði innan vallar sem utan. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Fyrir það fyrsta þá tapaði Ísland ekki í þessari landsleikjahrinu og vann meira að segja sinn fyrsta heimaleik í um ár. Sigurinn á Liechtenstein, 4-0, var góður og öruggur þótt taka verði með í reikninginn að andstæðingurinn hefði sennilega átt í erfiðleikum með að halda sér í Lengjudeildinni. Aldrei má þó gleymast að Ísland tapaði gegn Liechtenstein 3-0 árið 2007 í leik sem að margra mati markar lágpunkt í íslenskri fótboltasögu. Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór og Eiður Smári spiluðu einmitt þann leik og það var síðasti landsleikur þess fyrrnefnda. Eftir jarðarfararstemmninguna á leiknum gegn Armeníu var andrúmsloftið á Laugardalsvellinum á leiknum gegn Liechtenstein öllu jákvæðara. Gripið var til ýmissa aðferða til að fá fólk á völlinn og það virkaði. Alls mættu 4.461 manns á leikinn gegn Liechtenstein. Það er ekki mikið en mikil framför frá því þegar um 1.700 manns fylgdust með Íslendingum gera 1-1 jafntefli við Armena á föstudaginn. Markið úr smiðju Guðjohnsen-bræðranna undir lok leiksins gegn Liechtenstein sendi svo áhorfendur á Laugardalsvelli út í haustkuldann með bros á vör. Guðjohnsen-fjölskyldan hefur skilað mörkum fyrir íslenska landsliðið í um fjörutíu ár og miðað við byrjunina hjá Andra Lucasi með landsliðinu verður vonandi engin breyting þar á næsta rúma áratuginn eða svo. Enginn Aron Einar Síðasta dag september-mánaðar kynnti Arnar Þór Viðarsson landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Ljóst var að Gylfi Þór Sigurðsson, sem er í farbanni eftir að hafa verið handtekinn í sumar vegna kynferðisbrots gegn einstaklingi undir lögaldri, yrði ekki með sem og Kolbeinn Sigþórsson. Framherjinn þurfti að gangast undir aðgerð en sem frægt er tók fyrrverandi stjórn KSÍ hann út úr landsliðshópnum í síðasta mánuði vegna ásakana um kynferðisbrot. Þá voru Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon á meiðslalistanum. Mesta athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins síðan 2012, var ekki í hópnum sem Arnar Þór valdi fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein. Arnar Þór sagði utanaðkomandi aðstæður ástæðu þess að Aron Einar væri ekki valinn. Sjálfur sagði Aron Einar að stjórn KSÍ hafi beitt sér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn og sagðist vera saklaust fórnarlamb útilokunarmenningar innan sambandsins. Sendi hann frá sér yfirlýsingu þess efnis til fjölmiðla. Aron Einar sagði að hann hafi verið settur til hliðar af stjórn KSÍ vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ eins og hann orðaði það í yfirlýsingu sinni. Hann vísaði þar til frásagnar konu af atburði eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn 2010. Þar greindi hún frá því að tveir menn hefðu nauðgað sér en samkvæmt heimildum fréttastofu er Aron Einar annar þeirra sem hún sakar um brotin. Í yfirlýsingu sinni sagði hann að lögregla hefði aldrei haft samband við sig vegna málsins en hann óskaði eftir því að gefa skýrslu um kvöldið í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum. Sama dag og Aron Einar sendi frá sér yfirlýsinguna var greint frá því að lögreglurannsókn á meintu kynferðisbroti væri hafin. Ákvörðunin um að Aron Einar yrði ekki í landsliðshópnum var tekin áður en KSÍ fékk veður af rannsókninni. Arnar Þór sagði að Vanda Sigurgeirsdóttir, sem var kosin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins 2. október, hafi ekki skipt sér af landsliðsvalinu og hún tók í sama streng. Vanda hefur einnig ítrekað að leikmenn sem sæti lögreglurannsókn komi ekki til greina í landsliðið á meðan. Hnýtti í KSÍ Tveir leikmenn helltust svo úr lestinni helgina áður en landsliðshópurinn kom saman. Jón Guðni Fjóluson sleit krossband í hné í leik Hammarby og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og Jóhann Berg Guðmundsson, sem var fyrirliði í landsleikjunum í september, dró sig út úr hópnum. Hann sagði nárameiðsli vera aðalástæðuna en í samtali við 433.is hnýtti hann í KSÍ og kvaðst ósáttur við vinnubrögð sambandsins. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undanfarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is. Á fyrsta blaðamannafundinum eftir að landsliðið kom saman sagðist Arnar Þór ekki hafa rætt við Jóhann um ummæli hans um vinnubrögð KSÍ en það yrði gert með tíð og tíma. Eina ákvörðunin sem var hægt að taka Á sama fundi ítrekaði hann að ákvörðunin að velja Aron Einar ekki í hópinn hefði verið hans. Hann sagði jafnframt að það hefði verið eini kosturinn í stöðunni og það þyrfti ekki hámenntaða starfsmenn geimferðarstofnunar Bandaríkjanna til að átta sig á því. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Mikilvægi úrslita og bónorð Önnur ummæli Arnars Þórs á fundinum 5. október sem vöktu athygli voru þegar hann sagðist aldrei gera kröfu um sigur, jafnvel þótt það væri alltaf stefnan. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Arnar Þór talaði um að úrslit leikja skiptu ekki öllu máli. Þessi skilaboð þjálfarans lögðust misvel í landann enda nokkuð stílbrot frá því hvernig síðustu landsliðsþjálfarar töluðu. En þeir voru vissulega í allt öðruvísi stöðu en Arnar Þór. Gríðarlegar breytingar hafa orðið á landsliðinu á skömmu tíma af hinum ýmsu ástæðum. Eitt elsta og reyndasta landslið heims er allt í einu orðið ungt og óreynt. Og Arnar Þór sagði að það tæki tíma að koma Íslandi aftur á þann stað sem liðið var áður á. Hversu langan vissi hann ekki. „Fólk má ekki misskilja mig þegar ég segi að úrslitin séu ekki mikilvæg. Til að komast aftur á þann stað að fara í lokakeppni EM, og fara mjög langt, þá byrjuðum við inn á með sama byrjunarliðið í öllum leikjum. Það er langt ferli fram að því. Úrslitin eru mikilvæg en það er mikilvægt núna að mynda tengingar á milli leikmanna. Það biðja ekki allir konunnar sinnar eftir þrjá mánuði. Sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður,“ sagði Arnar Þór. Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari landsliðsins, hafa þó reynt að halda í jákvæðnina og talað um að þeir séu í skemmtilegri stöðu, að vinna með góðum, ungum og viljugum leikmönnum. „Ég get alltaf stillt upp mínu sterkasta liði. Ég treysti þeim leikmönnum sem hér eru fullkomlega. Þó að verkefnið sé krefjandi þá er það mjög skemmtilegt. Það er ekkert í boði að vera eitthvað að kvarta og kveina. Við erum með frábæra, unga leikmenn í hópnum. Marga reynda leikmenn líka. Þetta eru bara tækifæri. Ég trúi því að við verðum farnir að taka stig mjög fljótlega,“ sagði Arnar Þór fyrir leikinn gegn Armeníu. Í aðdraganda leiksins gegn Armeníu bárust fregnir af dræmri miðasölu. Og niðurstaðan var eiginlega verri en óttast var. Aðeins um 1.700 manns mættu á Laugardalsvöllinn sem var skelfilega tómlegur. Yngsti markaskorari sögunnar Leikurinn gegn Armeníu var ekki rismikill. Armenar komust yfir á 35. mínútu þegar Kamo Hovhannisyan kom boltanum framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni, sem lék sinn fyrsta landsleik. Ísak Bergmann Jóhannesson, sem kom inn á í hálfleik, jafnaði á 77. mínútu með sínu fyrsta landsliðsmarki og lokatölur 1-1. Ísak varð þar með yngsti markaskorari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi, aðeins átján ára, sex mánaða og fimmtán daga gamall. Ísak gat þó ekki fylgt þessum góða leik sínum eftir því hann fékk gult spjald undir lokin gegn Armeníu og var því í banni gegn Liechtenstein. Sömu sögu var að segja af Birki Má Sævarssyni og Ara Frey Skúlason. Með þessum gömlu höfðingjum fóru litlir 184 landsleikir úr íslenska hópnum. Ákvörðun Guðlaugs Victors bætti ekki stöðuna Enn átti eftir að kvarnast úr landsliðinu því Guðlaugur Victor Pálsson dró sig út úr hópnum og fór aftur til síns félagsliðs, Schalke í Þýskalandi. Á blaðamannafundi á sunnudeginum var augljóst að nokkuð buguðum Arnari Þór var ekki skemmt yfir þessari ákvörðun Guðlaugs Victors. Í samtali við Guðjón Guðmundsson ræddi Arnar Þór nánar um ákvörðun Guðlaugs Victors. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar Þór. Það var þó bót í máli að Andrarnir, Lucas Guðjohnsen og Fannar Baldursson, komu aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af Armeníuleiknum. Þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik gegn Liechtenstein. Ef Ísland hefði ekki unnið leikinn hefði það verið í fyrsta sinn frá því í undankeppni EM 1980 sem íslenska liðið hefði farið sigurlaust í gegnum undankeppni. Það var þó lítil hætta á því enda andstæðingurinn afleitur. Betri stemmning og bræðramark Til að bregðast við stemmningsleysinu á leiknum gegn Armeníu ákvað KSÍ að bjóða sextán ára og yngri á leikinn gegn Liechtenstein. Þá biðlaði Vanda til fólks að mæta á leikinn og sýna ungu landsliði stuðning í verki. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliðinu í sínum keppnisleik með landsliðinu og hann kom Íslandi á bragðið á 19. mínútu. Albert Guðmundsson tvöfaldaði forskotið með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Liechtenstein missti mann af velli á 63. mínútu og eftir það var erfiður róður þeirra ómögulegur. Albert skoraði úr öðru víti á 79. mínútu og mínútu fyrir leikslok kom svo fjórða markið úr smiðju Guðjohnsen-bræðranna. „Ég fagnaði þessu eins og ég hefði skorað sjálfur,“ sagði Sveinn Aron um stoðsendinguna á litla bróður sinn þegar þeir mættu í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn. „Ég gleymdi mér smá en svo þurfti ég auðvitað að fara og fagna með stóra bróður. Geggjuð stoðsending og fimmtíu prósent markið hans,“ sagði Andri Lucas hlæjandi. Arnar Þór kvaðst ánægður með sigurinn, frammistöðuna og stemmninguna á Laugardalsvellinum. „Alltaf jákvætt að vinna, gaman að skora mörk og gaman að halda hreinu. Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í undankeppninni. Það er mjög jákvætt,“ sagði Arnar Þór. „Við vissum að við þyrftum að stjórna leiknum og gerðum það vel. Það voru vissulega kaflar í seinni hálfleik þar sem við urðum smá kærulausir. Heilt yfir er ég mjög sáttur með sigurinn og stuðninginn. Fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum svona stuðning og það var mjög gaman á vellinum í kvöld.“ Hvað næst? Í næsta mánuði mætir Ísland liðum Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni. Ótrúlegt en sagt á íslenska liðið enn möguleika á að komast á HM en hann er mjög, mjög, mjög fjarlægur. Glasið er frekar hálffullt en hálftómt eftir síðustu tvo leiki þótt andstæðingarnir hafi verið slakir. Með góðum úrslitum og frammistöðu í næstu tveimur leikjum væri því hægt að enda eitt viðburðarríkasta ár í sögu karlalandsliðsins á jákvæðum nótum. En hverjir verða í þessum síðasta landsliðshóp ársins? Verður Jóhann Berg með? Á Guðlaugur Victor afturkvæmt í landsliðið eða vill hann það? Og fá fleiri ungir og efnilegir leikmenn tækifæri? Þá eru öll kurl í málum tengdum meint ofbeldis- og kynferðisbrot leikmanna landsliðsins ekki komin til grafar. Í tölvupósti sem KSÍ barst frá aðgerðahópnum Öfgum var greint frá brotum sex leikmanna karlalandsliðsins. Að því er fram kemur í umfjöllun mbl.is eru Aron Einar, Gylfi og Kolbeinn meðal þeirra sem koma fyrir í tölvupóstinum. Hinir hafa ekki verið nafngreindir. Ljóst er að íslenska landsliðsins bíður erfitt verkefni að komast aftur á þann stall sem það var á og ímynd þess hefur sennilega aldrei verið jafn slæm. En öllum krísum fylgja víst tækifæri og það er vonandi að þessi verði nýtt til að laga hlutina, bæði innan vallar sem utan.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti