Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 13. október 2021 21:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“ Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent