Ferðast í sextán tíma af bekknum í bikarúrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2021 07:31 Pablo Punyed er á leið heim til Íslands og ætlar sér sjálfsagt að handleika annan verðlaunagrip á Laugardalsvelli á laugardaginn, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari á dögunum. vísir/hulda margrét Pablo Punyed er nú á heimleið frá El Salvador til Íslands og ætti að vera mættur í tæka tíð til að spila með Víkingi gegn ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Pablo, sem er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Víkings, var valinn í landsliðshóp El Salvador vegna þriggja leikja í undankeppni HM. Síðasti leikurinn var gegn Mexíkó í nótt þar sem Pablo var á bekknum í 2-0 tapi El Salvador á heimavelli. Ljóst er að flugferð hans heim til Íslands tekur, með stoppum, að minnsta kosti um 16 klukkutíma. Pablo verður því á ferðalagi í allan dag en hefur svo morgundaginn til að jafna sig áður en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 14 á laugardaginn. Sex Víkingar í landsliðsverkefnum El Salvador er með fimm stig eftir sex umferðir af 14 í undankeppni Mið- og Norður-Ameríku, í næstneðsta sæti riðilsins. Mexíkó er efst með 14 stig, Bandaríkin í 2. sæti með 11 og Kanada í 3. sæti með 10 stig, en þrjú lið komast beint á HM og eitt lið í umspil. Þó að Kári Árnason hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir síðustu landsleiki þá hafa fleiri leikmenn Víkings en Pablo verið í landsliðsverkefnum í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru allir í U21-landsliðshópnum sem mætti Portúgal á þriðjudaginn. Þá var Kwame Quee í landsliði Síerra Leóne og bar fyrirliðabandið í vináttulandsleik, svo alls sex leikmenn Víkings voru í landsliðsverkefnum. HM 2022 í Katar Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Pablo, sem er lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Víkings, var valinn í landsliðshóp El Salvador vegna þriggja leikja í undankeppni HM. Síðasti leikurinn var gegn Mexíkó í nótt þar sem Pablo var á bekknum í 2-0 tapi El Salvador á heimavelli. Ljóst er að flugferð hans heim til Íslands tekur, með stoppum, að minnsta kosti um 16 klukkutíma. Pablo verður því á ferðalagi í allan dag en hefur svo morgundaginn til að jafna sig áður en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 14 á laugardaginn. Sex Víkingar í landsliðsverkefnum El Salvador er með fimm stig eftir sex umferðir af 14 í undankeppni Mið- og Norður-Ameríku, í næstneðsta sæti riðilsins. Mexíkó er efst með 14 stig, Bandaríkin í 2. sæti með 11 og Kanada í 3. sæti með 10 stig, en þrjú lið komast beint á HM og eitt lið í umspil. Þó að Kári Árnason hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir síðustu landsleiki þá hafa fleiri leikmenn Víkings en Pablo verið í landsliðsverkefnum í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Atli Barkarson, Viktor Örlygur Andrason, Kristall Máni Ingason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru allir í U21-landsliðshópnum sem mætti Portúgal á þriðjudaginn. Þá var Kwame Quee í landsliði Síerra Leóne og bar fyrirliðabandið í vináttulandsleik, svo alls sex leikmenn Víkings voru í landsliðsverkefnum.
HM 2022 í Katar Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira