KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 14:31 Shawn Glover í leik með Tindastólsliðinu á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu. Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu.
Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira