Fagnar samstöðu sem hefur skapast eftir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 06:00 Ingileif Friðriksdóttir fagnar samstöðunni sem hefur skapast á samfélagsmiðlum eftir að ungur samkynhneigður karlmaður deildi hatursfullum skilaboðum sem hann fékk vegna kynhneigðar sinnar. Þar var honum meðal annars sagt að setja ætti homma í útrýmingabúðir vegna kynhneigðar þeirra. Aðsend Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona og einn stofnandi Hinseginleikans, segist fegin því hve mikil samstaða hafi skapast á samfélagsmiðlum gegn hatursorðræðu, sem beinst hafi að hinsegin fólki undanfarna daga. Hún segir sorglegt að sjá að fólk hafi enn svona skoðanir um hinsegin fólk. „Það var náttúrulega fyrir það fyrsta svolítill skellur að sjá að þetta væri að eiga sér stað. Við sem höfum verið lengi inni í þessari baráttu höldum oft að við séum komin á einhvern stað en okkur er reglulega kippt til baka í þennan raunveruleika, sem er bara ömurlegt,“ segir Ingileif í samtali við fréttastofu. View this post on Instagram A post shared by Hinseginleikinn (@hinseginleikinn) Færsla sem Hinseginleikinn deildi á Instagram í fyrradag hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn en þar er tekin skýr afstaða gegn hatri gegn hinseginfólki. Færslan var birt í kjölfar þess að Arnar Máni Ingólfsson deildi því á Facebook að hann hafi undanfarna viku fengið skilaboð frá hópi fólks þar sem hann hefur verið áreittur vegna kynhneigðar sinnar. Arnar lýsti aðförinni gegn sér í viðtali við Vísi í gær en málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega eftir að Alexander Sigurður Sigfússon vakti athygli á málinu í hringrás sinni á Instagram. Arnar hefur þegar kært málið til lögreglu. „Það var okkur og öllum örugglega í hinsegin samfélaginu mikið áfall að heyra þessi skilaboð af því að þetta virðast vera fleiri en ein manneskja á bak við þetta sem kom auðvitað ekki fram undir nafni. Það var ákveðið áfall en við höfum alltaf litið svoleiðis á, við María konan mín sem stöndum á bak við Hinseginleikann, að allt svona mótlæti, öll hatursorðræða eða hvað það er sem að hinsegin fólk fær í andlitið, að því sé hægt að snúa upp í eitthvað fallegt,“ segir Ingileif. Deilingarnar hlaupi á þúsundum Ingileif stendur á bak við Hinseginleikann ásamt eiginkonu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur en þær ákváðu að snúa umræðunni upp í eitthvað gott. „Við ákváðum bara að snúa á þetta og erum í rauninni núna bara með ákveðið átak, ef er hægt að orða það svo, sem snýst bara um að við stöndum saman gegn hatri. Vegna þess að við trúum því raunverulega að með því að halda á lofti þessari baráttu og bugast ekki þegar á móti blæs að þá muni á endanum ástin sigra,“ segir Ingileif. „Kveikjan var kannski að við sáum Arnar deila þessu á Facebook og þaðan tekur hann Alexander þau skilaboð og vekur athygli á þeim inni á Instagram sem var líka mjög mikilvægt og flott að gera og við reyndum að halda þeirri umræðu á lofti og setja þetta fram þarna. Það var mjög gaman í gær að fletta í gegn um Instagram og hefur verið í morgun að sjá hvert storyið á fætur öðru deila þessu. Það sýnir manni samstöðuna.“ Hátt í fjögur þúsund manns hafa líkað við færslu Hinseginleikans á Instagram og segir Ingileif að deilingarnar hlaupi á þúsundum. „Það eru alla vega einhver þúsund örugglega. Þetta fór svolítið hratt út um allt,“ segir Ingileif. Mikilvægt að ungt hinsegin fólk þori að koma út úr skápnum Hún segir mikilvægt að vekja athygli á svona málum en nauðsynlegt sé að hafa jákvæðnina að leiðarljósi, sérstaklega fyrir ungt hinsegin fólk sem enn eigi eftir að koma út úr skápnum. „Það er mikilvægt að vekja athygli á því en svo reynum við að snúa því upp í eitthvað jákvætt og fallegt og samstöðu vegna þess að við viljum heldur ekki að þetta bugi unga hinsegin einstaklinga sem eru kannski að feta fyrstu skrefin út úr skápnum og geri það að verkum að fólk verði hrætt við að koma út, við viljum að fólk viti að það er heilt samfélag sem grípur það og að það er pláss fyrir okkur öll og þau sem beita svona hatursorðræðu og hótunum, það eru þau sem verða undir,“ segir Ingileif. „Við munum sigra svona hatur með því að vera opinská og sýna samstöðu í verki. Þess vegna þykir okkur mjög vænt um hvað þessu hefur verið dreift víða og maður finnur fyrir samstöðunni.“ Neikvæð orðræða um hinsegin fólk algengari en fólk haldi Hún segir alveg ljóst að neikvæð orðræða um hinsegin fólk sé algengari en margir geri sér grein fyrir. „Já, alveg hundrað prósent. Það hefur annað slagið gerst að við erum rækilega minnt á það en það er kannski eitthvað sem við sem tilheyrum hópnum erum minnt á meira en þau sem eru það ekki. Þess vegna fannst okkur í þetta skiptið mikilvægt að vekja athygli á því fyrir öll þarna úti, ekki bara okkur sem verðum fyrir barðinu á svona löguðu,“ segir Ingileif. Hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir hafa lent í því að hatursfull umræða hafi skapast um fjölskyldulíf þeirra á samfélagsmiðlum. Enn sé langt í land í réttindum hinsegin fólks hér á landi. „Á hverju ári er gert regnbogakort ILGA sem tekur út réttindi hinsegin fólks í Evrópu og ég held að almennt haldi fólk að við séum bara á toppnum á þeim lista en við erum það ekki, við erum í fjórtánda sæti. Við erum ekki einu sinni í topp tíu í Evrópu. Það er klárlega enn verk að vinna þarna.“ Markmiðið að útrýma neikvæðum skoðunum um hinsegin fólk Hún segist sjálf hafa lent í því að neikvæð umræða hafi skapast um hana og fjölskyldu hennar. „Við María höfum alveg lent í því að fara í viðtal þar sem eru opin kommentakerfi, við að tala um það að við séum fjölskylda, að við eigum börn og allt í einu fyllast kommentakerfin af einhverju fólki sem segir að það sé ónáttúrulegt fyrir okkur að eiga börn og alls konar ljót komment sem okkur finnst virkilega leiðinlegt að hinsegin fólk þurfi enn að sitja undir,“ segir Ingileif. Markmiðið sé að útrýma svona skoðunum um hinsegin fólk en það þurfi að gera með fræðslu. „Við viljum útrýma svona skoðunum og þá meina ég það að við viljum uppfræða fólk af því að yfirleitt stafar svona af fáfræði. Við vonumst auðvitað til þess að með því að fræða, með því að vera sýnileg og með því að sýna að við erum ekki hættuleg eða við erum ekki vond eða að gera neitt slæmt, að við erum bara manneskjur sem viljum lifa okkar lífi í friði og elska þau sem við elskum og viljum fá að vera við sjálf. Það er ekkert hættulegt við það og með opinni umræðu vonum við að svona skoðanir verði ekki til einn daginn.“ Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Það var náttúrulega fyrir það fyrsta svolítill skellur að sjá að þetta væri að eiga sér stað. Við sem höfum verið lengi inni í þessari baráttu höldum oft að við séum komin á einhvern stað en okkur er reglulega kippt til baka í þennan raunveruleika, sem er bara ömurlegt,“ segir Ingileif í samtali við fréttastofu. View this post on Instagram A post shared by Hinseginleikinn (@hinseginleikinn) Færsla sem Hinseginleikinn deildi á Instagram í fyrradag hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðilinn en þar er tekin skýr afstaða gegn hatri gegn hinseginfólki. Færslan var birt í kjölfar þess að Arnar Máni Ingólfsson deildi því á Facebook að hann hafi undanfarna viku fengið skilaboð frá hópi fólks þar sem hann hefur verið áreittur vegna kynhneigðar sinnar. Arnar lýsti aðförinni gegn sér í viðtali við Vísi í gær en málið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sérstaklega eftir að Alexander Sigurður Sigfússon vakti athygli á málinu í hringrás sinni á Instagram. Arnar hefur þegar kært málið til lögreglu. „Það var okkur og öllum örugglega í hinsegin samfélaginu mikið áfall að heyra þessi skilaboð af því að þetta virðast vera fleiri en ein manneskja á bak við þetta sem kom auðvitað ekki fram undir nafni. Það var ákveðið áfall en við höfum alltaf litið svoleiðis á, við María konan mín sem stöndum á bak við Hinseginleikann, að allt svona mótlæti, öll hatursorðræða eða hvað það er sem að hinsegin fólk fær í andlitið, að því sé hægt að snúa upp í eitthvað fallegt,“ segir Ingileif. Deilingarnar hlaupi á þúsundum Ingileif stendur á bak við Hinseginleikann ásamt eiginkonu sinni Maríu Rut Kristinsdóttur en þær ákváðu að snúa umræðunni upp í eitthvað gott. „Við ákváðum bara að snúa á þetta og erum í rauninni núna bara með ákveðið átak, ef er hægt að orða það svo, sem snýst bara um að við stöndum saman gegn hatri. Vegna þess að við trúum því raunverulega að með því að halda á lofti þessari baráttu og bugast ekki þegar á móti blæs að þá muni á endanum ástin sigra,“ segir Ingileif. „Kveikjan var kannski að við sáum Arnar deila þessu á Facebook og þaðan tekur hann Alexander þau skilaboð og vekur athygli á þeim inni á Instagram sem var líka mjög mikilvægt og flott að gera og við reyndum að halda þeirri umræðu á lofti og setja þetta fram þarna. Það var mjög gaman í gær að fletta í gegn um Instagram og hefur verið í morgun að sjá hvert storyið á fætur öðru deila þessu. Það sýnir manni samstöðuna.“ Hátt í fjögur þúsund manns hafa líkað við færslu Hinseginleikans á Instagram og segir Ingileif að deilingarnar hlaupi á þúsundum. „Það eru alla vega einhver þúsund örugglega. Þetta fór svolítið hratt út um allt,“ segir Ingileif. Mikilvægt að ungt hinsegin fólk þori að koma út úr skápnum Hún segir mikilvægt að vekja athygli á svona málum en nauðsynlegt sé að hafa jákvæðnina að leiðarljósi, sérstaklega fyrir ungt hinsegin fólk sem enn eigi eftir að koma út úr skápnum. „Það er mikilvægt að vekja athygli á því en svo reynum við að snúa því upp í eitthvað jákvætt og fallegt og samstöðu vegna þess að við viljum heldur ekki að þetta bugi unga hinsegin einstaklinga sem eru kannski að feta fyrstu skrefin út úr skápnum og geri það að verkum að fólk verði hrætt við að koma út, við viljum að fólk viti að það er heilt samfélag sem grípur það og að það er pláss fyrir okkur öll og þau sem beita svona hatursorðræðu og hótunum, það eru þau sem verða undir,“ segir Ingileif. „Við munum sigra svona hatur með því að vera opinská og sýna samstöðu í verki. Þess vegna þykir okkur mjög vænt um hvað þessu hefur verið dreift víða og maður finnur fyrir samstöðunni.“ Neikvæð orðræða um hinsegin fólk algengari en fólk haldi Hún segir alveg ljóst að neikvæð orðræða um hinsegin fólk sé algengari en margir geri sér grein fyrir. „Já, alveg hundrað prósent. Það hefur annað slagið gerst að við erum rækilega minnt á það en það er kannski eitthvað sem við sem tilheyrum hópnum erum minnt á meira en þau sem eru það ekki. Þess vegna fannst okkur í þetta skiptið mikilvægt að vekja athygli á því fyrir öll þarna úti, ekki bara okkur sem verðum fyrir barðinu á svona löguðu,“ segir Ingileif. Hjónin María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir hafa lent í því að hatursfull umræða hafi skapast um fjölskyldulíf þeirra á samfélagsmiðlum. Enn sé langt í land í réttindum hinsegin fólks hér á landi. „Á hverju ári er gert regnbogakort ILGA sem tekur út réttindi hinsegin fólks í Evrópu og ég held að almennt haldi fólk að við séum bara á toppnum á þeim lista en við erum það ekki, við erum í fjórtánda sæti. Við erum ekki einu sinni í topp tíu í Evrópu. Það er klárlega enn verk að vinna þarna.“ Markmiðið að útrýma neikvæðum skoðunum um hinsegin fólk Hún segist sjálf hafa lent í því að neikvæð umræða hafi skapast um hana og fjölskyldu hennar. „Við María höfum alveg lent í því að fara í viðtal þar sem eru opin kommentakerfi, við að tala um það að við séum fjölskylda, að við eigum börn og allt í einu fyllast kommentakerfin af einhverju fólki sem segir að það sé ónáttúrulegt fyrir okkur að eiga börn og alls konar ljót komment sem okkur finnst virkilega leiðinlegt að hinsegin fólk þurfi enn að sitja undir,“ segir Ingileif. Markmiðið sé að útrýma svona skoðunum um hinsegin fólk en það þurfi að gera með fræðslu. „Við viljum útrýma svona skoðunum og þá meina ég það að við viljum uppfræða fólk af því að yfirleitt stafar svona af fáfræði. Við vonumst auðvitað til þess að með því að fræða, með því að vera sýnileg og með því að sýna að við erum ekki hættuleg eða við erum ekki vond eða að gera neitt slæmt, að við erum bara manneskjur sem viljum lifa okkar lífi í friði og elska þau sem við elskum og viljum fá að vera við sjálf. Það er ekkert hættulegt við það og með opinni umræðu vonum við að svona skoðanir verði ekki til einn daginn.“
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira