Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2021 16:01 Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun