Mikilvægi þess að hugsa tuttugu ár fram í tímann Esther Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 08:01 Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun