Fjórar þjóðir vilja halda EM saman með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 11:16 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í leik á móti Evrópumeisturum Hollands á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands segir á heimasíðu sinni að fjórar af Norðurlandaþjóðunum ætli að senda inn sameiginlegt boð um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2025 og íslenska sambandið mun koma að þessu líka. Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997. KSÍ Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Þetta hefur legið lengi í loftinu og þrátt fyrir að Ísland geti ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll þá fær Ísland að vera með. Fimm Norðurlandaþjóðir (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi næsta sumar sem sýnir vel sterka stöðu norrænu landsliðanna inn á vellinum. KSÍ segir í frétt sinni á heimasíðunni að síðustu fjögur árin hafa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum unnið náið saman að sameiginlegri umsókn um að halda lokakeppni stórmóts landsliða og hafa nú ákveðið að sækja um að halda lokakeppni EM kvenna 2025. Frá árinu 2018 var í fyrstu unnið saman að öflugri umsókn um að halda lokakeppni HM kvenna 2027. Á sama tíma hefur Knattspyrnusamband Danmerkur unnið að metnaðarfullri umsókn um að halda EM kvenna 2025. Nú verður breyting á þessu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa nú ákveðið að sækja um að halda EM kvenna 2025, með stuðningi Knattspyrnusambanda Færeyja og Íslands. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. Ljóst er að leikir í keppninni geta ekki farið fram í Færeyjum eða á Íslandi þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla sett skilyrði. https://t.co/ps55KWCcB3— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 15, 2021 „Við höfum unnið náið saman síðustu fjögur árin og erum öll með metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnu. Við erum viss um að EM kvenna 2025 á Norðurlöndum verði frábær viðburður fyrir kvennaknattspyrnu – fyrir stuðningsmenn, leikmenn, aðra hagsmunaaðila og fyrir UEFA,” segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ. Formaður danska sambandsins staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla. „Við höfum ákveðið að senda inn boð um að halda EM kvenna 2025. Þetta eru þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland saman en með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum,“ sagði Jesper Möller í viðtali við Ritzau fréttaveituna. Norge, Sverige, Danmark og Finland søker om å arrangere fotball-EM for kvinner i 2025 https://t.co/Cz5BxY9UH7— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2021 Danir voru að íhuga það að halda Evrópumótið einir en kvennakeppnin er alltaf að stækka og nýjar körfur frá evrópska knattspyrnusambandinu hafa gert það ómögulegt. „Okkar að mat er að með þessu getum við sett fram okkar sterkasta boð til að fá úrslitakeppnina til Norðurlanda. Það er best að leita eftir samvinnu með hinum Norðurlandaþjóðunum,“ sagði Möller. „Við byrjum á því að sýna fram á okkar áhuga en formlegur skilafrestur er síðan ekki fyrra en seinna í ár. Við teljum að það sé raunhæft fyrir okkur að fá keppnina 2025,“ sagði Möller. Knattspyrnusambönd Norðurlandanna hafa rætt hvaða lokakeppni þau vilja sækja um og niðurstaðan er að allur þungi verður lagður í umsókn um lokakeppni EM kvenna 2025. Formenn sambandanna bíða jafnframt frekari upplýsinga varðandi umsóknir um lokakeppni HM kvenna 2027. Framkvæmdastjórn UEFA mun ákveða hvar mótið verður haldið á fundi sínum í desember 2022. EM kvenna fór síðast fram í Hollandi sumarið 2017 en næsta keppni verður í Englandi næsta sumar. Svíar héldu keppnina einir sumarið 2013 og Finnar voru einir með hana sumarið 2009. Danir héldu hana árið 1991 en þá voru bara fjórar þjóðir í úrslitunum. Norðmenn og Svíar héldu fyrstu átta þjóða Evrópukeppnina saman sumarið 1997.
KSÍ Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira