Íslenski boltinn

Vestri heldur Jóni Þór og lykilmönnum

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Þór Hauksson leiðbeinir sínum mönnum í undanúrslitaleiknum gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum, sem Vestri neyddist til að spila í Vesturbæ Reykjavíkur vegna vallaraðstæðna á Ísafirði.
Jón Þór Hauksson leiðbeinir sínum mönnum í undanúrslitaleiknum gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum, sem Vestri neyddist til að spila í Vesturbæ Reykjavíkur vegna vallaraðstæðna á Ísafirði. vísir/bára

Jón Þór Hauksson verður áfram við stjórnvölinn hjá Vestra á næstu leiktíð og tveir lykilmanna liðsins hafa framlengt samninga sína við félagið.

Jón Þór tók við Vestra af Heiðari Birni Torleifssyni um miðjan júlí og komst meðal annars með liðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins, með því að slá út Val. Vestri endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 36 stig, ellefu stigum á eftir ÍBV sem fylgdi deildarmeisturum Fram upp í úrvalsdeild.

Jón Þór var áður þjálfari kvennalandsliðs Íslands og þar áður starfaði hann hjá Stjörnunni og ÍA.

Spánverjinn Ignacio Gil og Daninn Nicolaj Madsen hafa einnig framlengt samninga sína við Vestra og munu því leika með liðinu áfram á næstu leiktíð.

Gil hefur leikið á Íslandi frá árinu 2018, fyrst með Þór í tvö tímabil en svo með Vestra þar sem hann hefur skorað 13 mörk í 36 deildarleikjum. Madsen lék sitt fyrsta tímabil hér á landi í sumar og skoraði alls 8 mörk í samtals 26 leikjum í deild og bikar.

„Við gætum hugsanlega ekki farið glaðari inn í helgina með þessar RISA fréttir!“ segir í tilkynningu Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×