Greint frá nöfnum þeirra sem létust í árásinni í Kongsberg Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 13:48 Gunnar Erling Suave (t.v.), Hanne Englund (fyrir miðju) og Andréa Meyer (t.v.) Lögreglan í Noregi Lögreglan í Noregi hefur nú greint frá nöfnum fórnarlambanna fimm sem létust í árásinni í Kongsberg á miðvikudag. Fórnarlömbin voru á aldrinum 52-78 ára. Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag. Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Sjá meira
Fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í norska bænum Kongsberg á miðvikudaginn síðastliðinn. Árásarmaðurinn, hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen, var handtekinn á staðnum eftir að hafa skotið fólk með boga og örvum í bænum. Yngsta fórnarlamb árásarmannsins var Andréa Meyer en hún var 52 ára gömul. Andréa bjó á Hyttegata en árásarmaðurinn var handtekinn í þeirri götu. Nágranni hennar segir hana hafa verið hlýlega og kurteisa manneskju. Hanne Eglund var 56 ára gömul og bjó einnig á Hyttegata. Hún stundaði leirkerasmíði, rak gallerí og búð í bænum. Að sögn norska ríkisútvarpsins var hún mjög vel liðin í samfélaginu. Liv Berit Borge var myrt ásamt manni sínum, Gunnar Erling Suave. Þau voru bæði 75 ára gömul. Nágrannar þeirra segja þau hafa verið vingjarnleg og félagslynd en þau sátu reglulega á verönd sinni fyrir framan húsið og spjölluðu við gesti og gangandi. Gun Marith Madsen var elsta fórnarlamb árásarmannsins. Hún var 78 ára gömul. Nágrannar Madsen segja að hún hafi verið opin og umhugað um fólk í kringum sig. Liv Berit Borge (t.v.) og Gun Marith Madsen (t.h.)Lögreglan í Noregi Saksóknari rannsakar heilbrigðisyfirvöld í Kongsberg Saksóknari í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn á heilbrigðisyfirvöldum í Kongsberg vegna fjöldamorðsins en fram kemur í frétt Verdens Gang að rannsakað verði hvers kyns eftirlit og heilbrigðisþjónustu Bråthen hafi fengið eftir morðin. Beåthen var lagður inn á lokaða geðdeild eftir að hann var handtekinn, hvar heilsu hans hefur hrakað mjög síðustu daga - svo mikið að ekki hefur reynst unnt að yfirheyra hann. Þá telur lögregla að andleg veikindi Bråthens séu ástæða árásarinnar og skilgreinir hana ekki sem hryðjuverk. Samfélagið í Kongsberg, og Noregi öllum, er í sárum eftir ódæðið en lögregla tilkynnti nöfn þeirra látnu á blaðamannafundi fyrr í dag.
Fjöldamorð í Kongsberg Noregur Tengdar fréttir Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Sjá meira
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. 15. október 2021 22:36