Um framtíð Landspítalans Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 16. október 2021 16:06 Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar