Um framtíð Landspítalans Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 16. október 2021 16:06 Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðvarandi endurtekin neyðarköll frá starfsfólki Landspítalans hafa ekki farið framhjá nokkrum manni síðustu árin. Endurteknar aðgerðaáætlanir yfirmanna Landspítalans og skýrslur embættismanna heilbrigðiskerfisins hafa engum árangri skilað. Nýverið lét forstjóri Landspítalans af störfum, en ljóst var að upplifun hans og lýsingar af stöðu Landspítalans við þau starfslok voru í litlu samræmi við raunveruleika starfsfólksins á gólfinu undanfarin misseri. Ef stjórnvöld á Íslandi vilja raunverulegar og varanlegar úrbætur á Landspítalanum, þarf allsherjar uppstokkun í yfirstjórn Landspítalans til að tryggja nýjar hugmyndir og lausnir inní framtíðina. Meira af því sama er ekki valkostur við núverandi aðstæður, algjörlega nýja nálgun þarf til að styrkja stoðirnar í heilbrigðiskerfinu svo að ólíkir hlutar þess starfi sem best saman. Til að nýr Landspítali sem nú rís upp úr Vatnsmýrinni geti orðið glæsilegt flaggskip heilbrigðismála, stolt Íslendinga inn í framtíðina, er ljóst að nýtt hugarfar mun þurfa til að koma í veg fyrir að skipið sökkvi með manni og mús. Settur skammtímaforstjóri Landspítalans, er sá framkvæmdastjóri sem borið hefur ábyrgð á rekstri Bráðamóttökunnar í meira en áratug og því ólíklegt að von sé á nokkurri lausn á krónískum vandamálum Landspítalans úr þeirri átt. Sú þögn sem hefur ríkt um framtíð heilbrigðismála eftir kosningar vekur óneitanlega upp ákveðinn ótta að öll loforðin sem voru gefin í aðdraganda þeirra muni fljótt gleymast. Í núverandi tómarúmi, er mjög sérkennilegt að svo skyndilega hafi verið auglýst í stöðu forstjóra Landspítalans og að umsóknarfrestur sé einungis tvær vikur. Slík flýtimeðferð vekur upp áleitnar spurningar og getur sett verðandi heilbrigðisráðherra í afar erfiða og sérkennilega stöðu á komandi kjörtímabili. Starf forstjóra Landspítalans er mikilvægasta starf heilbrigðiskerfisins á stærsta vinnustað landsins sem tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem varið er í heilbrigðismál á Íslandi. Ættarbönd, vinatengsl eða stéttartengt framapot eru ekki við hæfi nú, við þurfum einfaldlega hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Mér er til efs að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. Höfundur er barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun