Haukar höfðu yfirhöndina mest allan leikinn, en eftir fyrri hálfleikinn var staðan 13-9, Haukum í vil.
Í seinni hálfleik tóku Haukarnir sig til og gjörsamlega keyrðu yfir Parnassos Strovolou. Heimamenn skoruðu ekki nema fimm mörk í öllum seinni hálfleik, og Haukar unnu því að lokum 11 marka sigur, 25-14.
Darri Aronsson var markahæstur Hauka með sex mörk og skammt þar á eftir kom Stefán Rafn Sigurmannsson með fimm mörk.
Aron Rafn Eðvarðsson fór á kostum í marki Hauka, en hann varði 15 bolta.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun, en sá leikur verður leikinn á sama stað og í dag, á Níkósíu á Kýpur.