Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga.
Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma.
Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum.
Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti.
🔚 | FULL TIME
— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021
It ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣
⚽️ #Perisic (12)
⚽️ Immobile (64)
⚽️ Anderson (81)
⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo
Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld.
Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu.
Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik.
Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti.
Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤
— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021
Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v