Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. október 2021 11:00 Perisic á punktinum EPA-EFE/CLAUDIO PERI Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019. Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Perisic er fyrsti leikmaðurinn í Serie A til þess að skora úr vítum með báðum fótum síðan 2004 þegar tölfræði um með hvaða fæti leikmaður skorar var fyrst tekin saman. Hann er þó alls ekki sá eini sem hefur sýnt af sér þessa fjölhæfni. Sá sem var hvað frægastur fyrir slíka jafnfætni var þjóðverjinn og vinstri bakvörðurinn Andreas Brehme. Brehme, sem lék meðal annars með Bayern Munchen og Inter Milan, er þekktur fyrir að hafa einn allra besta vinstri fót sögunnar en hægri fóturinn var ekkert slor heldur. Brehme, sem skoraði úr víti á móti Mexíkó á heimsmeistaramótinu 1986 með vinstri fæti skoraði frægt sigurmark á 85. mínútu í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu 1990 úr víti. Með hægri fæti. After losing two #WorldCup finals in a row, it was third time's a charm for @DFB_Team_EN as they edged holders Argentina 1-0 in the Italy 1990 final thanks to Andreas Brehme's penalty pic.twitter.com/spe9KDolU9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 18, 2020 Í ensku úrvalsdeildinni hafa tveir leikmenn gert þetta. Bobby Zamora skoraði úr nokkrum vítum í deildinni, flestum með vinstri fæti. Hann tók þó óvænt víti með Fulham gegn Newcastle árið 2012 með hægri og skoraði. Hinn leikmaðuriinn er hinn síungi Obafemi Martins sem skoraði einungis úr tveimur vítum í deildinni. Eitt með hægri á móti Reading árið 2006 og eitt með vinstri á móti Birmingham árið 2007. Santi Cazorla á sennilega skemmtilegustu útgáfuna. Hann skoraði með hægri fæti með svokölluðum Panenka stíl úr víti fyrir Arsenal gegn Newcastle í desember 2014. Hann endurtók svo leikinn fyrr á þessu ári sem leikmaður Al Sadd í Katar á móti erkifjendunum í Al Arabi. Panenka spyrna, en í þetta sinn með vinstri.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira