Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 14:49 Víkingur varð bikarmeistari í þriðja skipti í sögu félagsins í gær. Vísir/Hulda Margrét Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29